10 leiðir til að fá líf þitt aftur

Spurðu sjálfa/n þig þessarar spuringar: Ef þú gætir lifað lífi þínu aftur, án þess að breyta neinu.. myndir þú vilja það?

392a27cc002c10904e32ab0c

Sjá einnig: Langar þig til þess að ýta á ,,endurræsa“?

Flestir trúa því að lífið gerist bara og að þau hafa enga stjórn á því hvernig allt fer í lífi þeirra. Hins vegar getur þú tekið ábyrgð á þínum raunveruleika og skapað hann, byggt á fyrirfram ákveðnum hugsunum og gjörðum. Ef þú hefur fundið fyrir pirringi eða fundið fyrir óhamingju með það hvert líf þitt stefnir, er möguleiki á að þessi ráð geti hjálpað þér að taka stjórnina á lífinu þínu aftur frá og með deginum í dag.

1. Áttaðu þig á því að lífið er ekki að gerast fyrir þig, heldur er það að svara þér.

Orkan sem þú gefur frá þér byrjar í þínum eigin huga; ef þú hugsar jákvæðar hugsanir, munt þú byrja að sjá jákvæða hluti gerast og öfugt. Hugsaðu um huga þinn eins og verksmiðju, þar sem raunveruleiki þinn er framleiddur eftir pöntunum þínum. Í hvert skipti sem þú hugsar neikvæðar hugsanir og lætur þær spilast aftur og aftur í heila þínum, ert þú að panta þér það sem raunveruleika þinn. Þú framleiðir raunveruleika þinn byggðan á því hvað þú ert að hugsa og þann raunveruleika sem þú skapar í huganum þínum. Byrjaðu að hanna þér jákvæðari hugsanir, svo þú getir framleitt meira af hágæða raunveruleika.

2. Ekki gefa frá þér valdið á sjálfum þér til annarra.

Í stað þess að taka fulla ábyrgð á lífi okkar, eiga það margir til að kenna öðrum um ófarir sínar. Ef okkur líkar ekki við vinnuna okkar, kennum við yfirmanni okkar um, frekar að kenna sjálfum okkur um að hafa valið okkur vinnu sem okkur líkar ekki við eða ef við verðum veik, þá kennum við öðrum um að hafa smitað okkur. Þetta gæti komið þér á óvart, því um leið og þú áttar þig á því að þú ert þinn eigin skipstjóri, mun enginn hlutur, manneskja, staðir eða atburðir fyrir utan sjálfa/n þig ná stjórn á þínu skipi framar.

3. Hlustaðu á þitt eigið hjarta

Fólk getur haft skoðanir á því hvaða stefnu þú tekur í lífinu, en þú ert manneskjan sem tekur endanlega ákvörðun. Þú þekkir hjarta þitt betur en nokkur annar, svo ekki láta aðra stjórna lífi þínu. Eina leiðin til að lifa ekta og þýðingarmiklu lífi, er í gegnum þitt eigið hjarta, svo byrjaðu að hlusta hvað það er að segja þér.

4. Lærðu að segja nei við hlutum og fólki sem tengir sig ekki við þig

Að taka stjórn á lífi þínu, þýðir að þú verður að vera heiðarlegur við sjálfa/n þig og það fólk og þær athafnir sem draga fram það besta í þér og kannaðu hvað eða hverjir þjóna tilgangi í lífi þínu. Ef þú gerir þetta, gefur þú þér rými til að segja við fólk og við þeim athöfnum sem þjóna þér og auka vitund þína.

Sjá einnig: 10 ástæður til að elska sterka konu

5. Taktu stjórn á þinni eigin heilsu

Svo lengi sem þú hefur heilsuna þína, þá hefurðu allt. Gerðu samning við sjálfan þig og æfðu þig í að vera heilsusamlegri og lifa heilbrigðum lífstíl. Borðaðu mikið af ávöxtum og grænmeti, drekktu vatn, sofðu vel og hreyfðu þig. Með því að gera smávægilegar breytingar á hverjum degi getur þú stökkbreytt heilsu þinni og í leiðinni aukið orku þína. Heiðraðu líkama þinn og veldu þér mat og drykk sem gefur þér líf.

6. Fáðu þér nýja vinnu ef þú er óánægð/ur í þinni

Ekkert af okkur er hérna á jörðini til þess eins að borga reikninga og skatta, heldur erum við hér til að breyta heiminum. Ef vinnan þín lætur þér líða eins og eitt lítið peð í taflinu og lætur þér líða eins og þú sért ekki að vinna við það sem þér er ætlað að gera, skaltu ekki hugsa þig tvisvar um og skildu starfið eftir. Við verðum jú öll að vinna okkur inn peninga til að lifa en hugsaðu þér að vinna við eitthvað sem þú elskar og að fá borgað fyrir það í leiðinni.

7. Gleymdu “norminu”

Ef þú vilt virkilega taka stjórn á þínu eigin lífi, verður þér að geta liðið vel í því sem þú tekur þér fyrir hendur. Allt of margir falla undir sama hattinn, einfalega vegna þess að það er öruggt fyrir þeim, en ekki vegna þess að það er það réttasta fyrir þau. Þau eru hrædd um að aðrir dæmi þau og vilja ekki vera utangarðs eða gagnrýnd. Þó að leiðin virðist einmanaleg í fyrstu, munt þú aldrei vita hvað framtíðin ber í skauti sér, hvort eð er,  ef þú prófar þig ekki áfram. Skapaðu þér líf eftir þínu höfði og hafðu ekki áhyggjur af því hvað öðrum finnst, því þú komst ekki hingað til að falla í hópinn, heldur til að skera þig úr honum.

8. Gerðu meira af því sem gerir þig hamingjusama/n

Margir forðast ný tækifæri vegna þess að þau eru hrædd við að mistakast eða þau lifa í ótta við það sem öðrum finnst um þau. Hvernig sem á það er litið, þá geta slíkar tilfinningar virkað eins og fangelsi ef þú leyfir þeim að standa í vegi fyrir því sem gerir þig svo sannarlega hamingjusama/n. Því lengur sem þú situr og hugsar um það, því meiri tíma ert þú að eyða í stað þess að lifa. Að lifa þýðingarmiklu lífi, þýðir að þú þurfir að taka stjórnina á þinni eigin hamingju, svo þú skalt byrja núna og farðu að elta draumana!

9. Lifðu innan þarfa þinna

Þetta getur virkilega umbreytt lífi þínu, vegna þess að það lætur þig þurfa að hugsa um það hvað þú virkilega þarfnast til að lifa. Þarftu virkilega að fara að versla þér ný föt reglulega? Þarftu virkilega á nýjasta iPhone-inn eða geturðu ennþá notað þann sem þú átt? Margir eyða um efni fram og eru endalaust stressuð yfir fjármálunum sínum. Seldu það sem þú virkilega þarft ekki og kauptu bara það sem þjónar þinni velferð.

10. Lifðu í núvitund

Hugleiðsla hjálpar mjög mikið í þessum þætti. Það að þú verðir meðvitaðri um sjálfan þig um umheiminn, mun kenna þér að taka fulla ábygð á sjálfum þér og því sem kemur fyrir þig. Það mun gefa þér aga og andlegan styrk, ásamt því að taka þig af sjálfsstýringu. Þar sem ert stjórnandi þíns raunverueika, þá verður þú að taka fulla ábyrgð á því lífi sem þú lifir. Að innleiða meiri meðvitund mun gefa þér rými til að skapa þitt eigið líf, í stað þess að horfa á það líða hjá.

ERT ÞÚ TILBÚIN/NN TIL ÞESS AÐ TAKA LÍF ÞITT Í ÞÍNAR HENDUR? SEGÐU ÞAÐ NÚNA: ÉG ER STJÓRNANDI MINNA ÖRLAGA. ÉG ÆTLA AÐ GERA JÁKVÆÐAR BREYTINGAR!

SHARE