Þó svo að ekki allar konur fái ekki fyrirtíðaspennu eins og stífa vöðva, uppblásinn maga og almenna vanlíðan, eru að minnsta kosti 85% kvenna sem upplifa einhver einkenni fyrirtíðaspennu í hverjum mánuði.
Það er ekki til nein „lækning“ við fyrirtíðaspennu en það er margt sem hægt er að gera til þess að minnka einkennin og vanlíðanina.
1. Passaðu hvað þú borðar
Mjög saltaður matur getur valdið því að þú verður uppblásin, koffein getur aukið pirring eða kvíða, áfengi getur valdið þunglyndi og of mikill sykur getur valdið óstöðugleika í blóðsykrinum og skapi.
Prófaðu að borða meiri ávexti, grænmeti og allt kornmeti í vikunni áður en tíðablæðingar hefjast.
„Þetta snýst ekki bara um það hvað þú borðar heldur líka hvernig þú borðar. Miðaðu við það að borða með reglulegu millibili til að koma í veg fyrir að þú sveiflist upp og niður í blóðsykrinum,“ segir Joanne Piscitelli prófessor í kvenlækningum. „Það er þess virði að breyta mataræðinu áður en tekið er til læknisfræðilegra meðferða, vegna þess að þú ert minna líkleg til að fá aukaverkanir,“ segir hún.
2. Æfðu meira
„Hreyfing hefur góð áhrif á bæði líkamleg og tilfinningaleg einkenni fyrirtíðaspennu,“ segir Joanne. „Jafnvel þó konur segjast ekki hafa orku, þá er þetta samt tíminn þar sem er mikilvægast að æfa,“ segir hún.
Veldu æfingu sem fær hjartslættinum af stað og þú hefur gaman að og æfðu að minnsta kosti þrisvar í viku.
3. Prófaðu vítamín
Ýmis vítamín geta virkað á fyrirtíðaspennu og þá sérstaklega B6 og E vítamín samkvæmt Petra Casey lektor í kvenlækningum. Það hafa ekki verið gerðar miklar og ítarlegar rannsóknir á þessum vítamínum en það er alveg þess virði að prófa. Hér eru nokkrar tillögur að dagskammti:
• Kalsíum: 1.200 mg
• Magnesíum: 400 mg.
• Vítamín B6: 50 til 100 mg.
• E-vítamín: 400 IU
4. Náttúrulyf
Náttúrulyf eru ekki rannsökuð eins og lyfseðilsskyld lyf en það hefur samt sýnt sig að mörg náttúrulyf hafa reynst vel til að draga úr einkennum fyrirtíðaspennu.
Þú gætir prófað að fá þér náttúrulyf sem innihalda kvöldvorrósarolíu, engifer, kirsuberjalauf, túnfífil og náttúruleg prógesterón krem.
Kvensjúkdómalæknirinn þinn er örugglega alveg með þetta á hreinu svo það er um að gera að spyrja hann út í svona náttúrulyf.
5. Slakaðu á
Fyrst og fremst er mikilvægt að þú fáir næga hvíld og nóg af svefni. Reyndu að fá eins mikinn svefn og þú heldur að þú þurfir svo að svefnleysi fari ekki að ýfa upp einkennin.
Taktu svo meðvitaða ákvörðun um að forðast alla streituvalda. Gerðu afslappandi öndunaræfingar, farðu í nudd, stundaðu hugleiðslu eða jóga til að róa huga og líkama.
Finndu hvað hjálpar þér að slaka sem best á.
6. Notaðu verkjalyf
Konur sem fá mikla bakverki, eymsli í brjóstum, stífa vöðva og höfuðverk fyrir blæðingar, ættu að taka einhverjar bólgueyðandi töflur eins og Íbúfen eða önnur slík verkjalyf.
7. Prófaðu getnaðarvarnir
Ef þú ert ekki nú þegar með einhverja getnaðarvörn sem þú ert ánægð með, þá ættirðu kannski að íhuga að prófa einhverja pillu með lágum skammti af hormónum. Hjá sumum konum minnkar þetta hormónasveiflurnar en hjá öðrum getur þetta aukið hormónasveiflurnar svo það verður að vera í samráði við lækni með svona ákvarðanir.
8. Þunglyndislyf
Þunglyndislyf eiga ekki að vera fyrsti valkostur fyrir konur með mikla fyrirtíðaspennu. Sumum konum líður það illa að þær eru tilbúnar að prófa þunglyndislyf og það er ekkert nema gott og blessað fyrir þær sem ekkert annað hefur virkað hjá.
Ef konur eru með undirliggjandi þunglyndiseinkenni þá geta þau stóraukist fyrir blæðingar og það er alveg um að gera að spjalla við lækni um þetta.
9. Þvagræsilyf
Margar konur fá bjúg í hendur, fætur, andlit og maga áður en þær byrja á blæðingum. Ein leið til að minnka bjúginn er að fara í ræktina og minnka saltneysluna á þessu tímabili. Ef það er ekki að virka þá er hægt að reyna þvagræsilyf en þau er hægt að fá gegn lyfseðli.
Þau henta auðvitað ekki öllum en eru alveg þess virði að prófa.
10. Fylgstu með einkennunum
Fyrirtíðaspenna er raunverulegt fyrirbæri. En það sem þú ættir að gera fyrst er að fylgjast með og halda dagbók um líðan og einkenni í nokkra mánuði til að vera viss um að þú ert að upplifa fyrirtíðaspennu er ekki eitthvað annað eins og þunglyndi. Þú munt sjá mynstur í líðaninni sem þú getur svo unnið með.
Heimildir: www.health.com