10 leiðir til að vera góð amma og afi

Að verða afi og amma getur verið mjög gefandi hlutverk, sem býður upp á fullt af tækifærum til að hafa varanleg og jákvæð áhrif á líf barnabarnanna.

Hér eru 10 kostir sem stuðla að því að þú getir orðið stórkostleg amma eða afi:

1. Skilyrðislaus ást

Afi og amma eiga að vera skjólið í storminum. Þau eiga að upplifa öryggi og finnast þau elskuð og þeim tekið nákvæmlega eins og þau eru. Þessi skilyrðislausa ást og stuðningur eflir sjálfstraust barnsins og öryggistilfinningu þeirra.

2. Þolinmæði og skilningur

Með áranlangri lífsreynslu vita afi og amma að þolinmæði er dyggð. Þau vita að börn gera mistök og þurfa milda leiðsögn frekar en gagnrýni og það er gott að þau upplifi rólegheit og stöðuga nærveru.

3. Að miðla sögu fjölskyldunnar og gildum

Afar og ömmur sjá til þess að hefðir og saga fjölskyldunnar gleymist ekki. Með því að deila sögum með barnabörnum sínum geta þau eflt sjálfsmynd þeirra og tengingu við söguna.

4. Að vera góður hlustandi

Barnabörn þurfa oft einhvern til að hlusta án þess að dæma. Ömmur og afar eru samúðarfullir áheyrendur og láta barninu gjarnan líða eins og á þau sé hlustað og þau metin að verðleikum og það er góð tilfinning.

5. Glettni og húmor

Amma og afi vita hvernig á að hafa gaman. Hvort sem það er að spila, segja fyndnar sögur eða leika við barnið þá er gott að hafa léttan anda yfir samskiptunum.

6. Að kenna þeim allskonar lausnir og kúnstir

Hvort sem það er smákökubakstur eða smíðar er gott að amma og afi miðli ákveðinni færni og áhugamálum til barnabarnanna, sem þau munu muna alla ævi. Þetta gefur börnunum og ömmu og afa tækifæri til að tengjast og brúa kynslóðabilið.

7. Að veita hvatningu

Afi og amma hafa einstakt lag á því að hvetja barnabörn sín, hjálpa þeim að trúa á hæfileika sína og drauma. Þessi hvatning getur verið öflug uppspretta hvatningar og seiglu.

8. Áreiðanleiki og stöðugleiki

Stöðug, áreiðanleg nærvera er ómetanleg fyrir börn. Að vita að afi og amma séu til staðar fyrir þau skapar öruggan grunn og styrkir fjölskylduböndin.

9. Að bjóða upp á annað sjónarhorn

Afi og amma koma með annað sjónarhorn á líf barna. Með sögum, visku og lífspeki veita þau barninu innsýn inn í annan heim en þau eru vön.

10. Að virða mörk

Afi og amma eiga að virða uppeldismörk barnanna sinna en þau geta veitt barnabarninu styrk án þess að vanvirða mörk foreldranna. Þessi virðing fyrir hlutverki foreldranna verður til þess að það skapast samheldni í fjölskyldunni.


Sjá einnig:

SHARE