10 rómantískir hlutir til að gera á Valentínusardaginn

Valentínusardagurinn er rétt handan við hornið og ég get ekki hugsað mér neitt betra en að eyða deginum með ástinni minni og koma honum skemmtilega á óvart. Þrátt fyrir að það séu ekki margir Íslendingar sem halda þennan dag hátíðlegan þá gerum við hjúin það enda finnst mér dásamlegt að eiga heilan dag tileinkaðan ástinni.

Körlum finnst samt ekkert sérstakt að fá blómvönd eða gómsætt súkkulaði í hjartalaga öskju svo hvað getum við stelpurnar gefið þeim til þess að sýna þessum elskum að við kunnum að meta þá? Jú það er fullt hægt að gera og ég tók saman nokkra frábærar leiðir sem eiga pott þétt eftir að hitta í mark.

Ástarmiðar
Skrifaðu fallegar orðsendingar til hans á Post-it miða og skildu þá eftir þar sem þú getur verið viss um að hann finni þá eins og t.d. á fartölvunni hans eða á stýrinu í bílnum. Sæt skilaboð frá þér eiga eftir að vekja mikla lukku.

 

Gjafakarfa
Flestum konum þykir ekki leiðinlegt að fá gjafakörfur fullar af súkkulaði, víni, blómum og ostum en fæstum mönnum finnst það eins skemmtilegt. Hinsvegar getur þú búið til þína eigin gjafakörfu og fyllt hana af öllu því sem honum finnst best. Týndu saman fullt af mismunandi bjórtegundum og setti í körfuna ásamt uppáhalds snakkinu hans og poka af hnetum. Til að fullkomna gjafakörfuna getur þú keypt nýjan tölvuleik fyrir hann.

 

Gjafakort
Þú þarft ekki að eiga mikla peninga til að halda upp á dag ástarinnar. Þú getur búið til heimagerð gjafakort sem hann getur skipt út í staðin fyrir smá rúmleikfimi með þér. Hann á ekki eftir að geta hugsað um neitt annað en að komast heim úr vinnunni og skipta á gjafakortinu og skemmtilegri kvöldstund með þig í aðalhlutverki.

 

Útbúðu kvöldverð
Búðu til uppáhalds matinn hans og gerðu það í engu nema kynþokkafullu nærfötunum sem þú veist að hann elskar að sjá þig . Hann á eftir að fara yfir um þegar hann sér þig við eldavélina í engu nema undirfötunum og kvöldið getur bara endað vel.

 

Hryllingsmyndir
Ef þú ert eitthvað eins og ég þá forðast þú hryllingsmyndir eins og heitan eldinn. Hinsvegar þykja flestum mönnum gaman af smá hryllingsmyndum og þeim finnst oft gaman að horfa með kærustunum sínum. Búðu til popp og þægilega stemmingu í sjónvarpsherberginu og bjóddu honum í hryllingsmyndakúr.

 

Fatapóker
Já! Nú fer svo sannarlega að hitna í kolunum! Kveiktu á kertum, dempaðu ljósin og settu Barry White á fóninn. Gerðu vínið klárt og settu pókersettið upp í stofunni. Þetta á eftir að koma honum skemmtilega á óvart og hann á eftir að fíla fatapókerinn í tætlur.

 

Út að borða
Bjóddu honum út að borða og klæddu þig upp fyrir tilefnið. Fallegt pils og engar nærbuxur geta vakið mikla lukku og eru nauðsynlegar í þessu samhengi. Þegar þið mætið á matsölustaðinn skaltu halla þér upp að honum og segja honum að þú sért ekki í neinum nærbuxum. Þetta á eftir að búa til skemmtilega spennu á milli ykkar.

 

Leigðu hótelherbergi
Leigðu herbergi á næsta hóteli (eða hóteli út á landi). Sendu honum svo upplýsingar um hótelherbergið ásamt lykli í umslagi og biddu hann um að hitta þig þar eftir vinnu. Þú getur mætt örlítið fyrr til þess að skapa rétta stemmingu.

 

Eyðið deginum saman
Þetta er kannski ekki á færi allra en það hafa samt allir gott að því að taka sér frí öðruhverju til þess eins að eyða tímanum saman og rækta sambandið. Eyðið deginum í rúminu, spjallið, leggið ykkur og njótið hvors annars. Þið þurfið ekki að fara eitthvert til þess að eiga fullkomin og rómantískan dag saman, allt sem þið þurfið er hvort annað.

 

Lautarferð inn í stofu
Þessi hugmynd finnst mér æðisleg! Útbúðu litlar samlokur, skerðu þær út með hjartalaga piparkökumynstrum og raðaðu á fallegan disk. Súkkulaðihúðaðu jarðaber, taktu fram uppáhalds vínið ykkar og týndu til annað góðgæti sem þú veist að þið tvö getið notið þess að borða saman. Að lokum getur þú breytt út teppi á gólfinu og haldið almennilega lautarferð inn í stofunni. Þegar þið hafið lokið við að borða getið þið gert ýmislegt annað skemmtilegt á teppinu

 

Það er eitthvað svo dásamlegt við Valentínusardaginn og það er endalaust gaman að dekra við hvort annað.

Heiðrún Finns er áhugamanneskja um samskipti kynjana, ást, heilsu og fegurð. Heiðrún bloggar á heidrun.me og heldur úti facebook síðu.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here