Það er rosalega gaman að gera eitthvað sjálfur og margar konur hafa unun af því að föndra, já og örugglega einhverjir karlmenn líka.
Jóladagatöl eru partur af aðventunni hjá flestum íslenskum börnum og verða súkkulaðidagatölin oft fyrir valinu. Það er líka gaman að gera eitthvað öðruvísi í þessum málum og hér eru nokkrar hugmyndir að skemmtilegum jóladagatölum sem hægt er að búa til heima.
1. Súkkulaðistykki, pökkuð inn í dagblöð og merkt með númerum. Við eigum þetta skilið í amstri desembermánaðar. (Casa di Falcone)
2. Umslög merkt með númeri hvers dags. Hægt að setja miða með fallegum orðum eða litla glaðninga í þau. (Houzz)
3. Krukka full af númeruðum glaðningum. Ein krukka fyrir hvert barn. Mjög skemmtilegt. (This Little Street)
4. Þetta dagatal er mjög skemmtilegt. Aðeins meiri vinna á bakvið þetta en ótrúlega fallegt. (A Bubbly Life)
5. Settu eitt skraut á dag á þetta dagatal, fram að jólum. Tilvalið á skrifstofuna þína. (Acute Designs)
6. Klósettrúlludagatal. Þetta er ótrúlega krúttlegt og lítur svolítið út að eins og fjallakofi. (Morning Creativity)
7. Scrapbook dagatalið. Settu litlar gjafir í hvert umslag með númeri. Umslögin eru úr scrapbook pappír sem gerir þau fjölbreytt og litrík. (A Beautiful Mess)
8. Gerum eitthvað skemmtilegt! Finndu eitthvað skemmtilegt að gera á hverjum degi í desember með fjölskyldunni, skrifaðu á miða og settu í krukkuna. Svo er einn miði á dag dreginn úr krukkunni. (Poppytalk)
9. Skafmiðadagatal. Gerðu þína eigin skafmiða fyrir barnið svo það geti skafið á hverjum degi fram að jólum. Smelltu hér til að læra hvernig á að búa þetta til. (Rae Ann Kelly)
10. Ef þú hefur lítinn tíma er þetta algjör snilld. Klipptu út kassa og merktu þá. Skrifaðu miða með því sem þig langar að gera með barninu og settu í vasana. (Whimsy Darling)
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.