Stjörnurnar eru jú mannlegar, ótrúlegt en satt. Þær taka víst ekkert alltaf gáfulegar ákvarðanir – svona frekar en við hin. Sumar þeirra skarta til dæmis húðflúrum sem mögulega voru ekki hugsuð alveg til enda. Húðflúrum sem eru misjafnlega fögur. Og misgáfuleg. Svo ekki sé meira sagt.
Sjá einnig: 21 ótrúleg húðflúr af klámstjörnum – VARÚÐ ekki fyrir viðkvæma
Leikkonan Hayden Panettiere lét húðflúra á sig Live With out Regrets á ítölsku. Vesalings húðflúrarinn var ekki alveg með ítölskuna sína upp á 10 og gerði stafsetningarvillu.
Hayden lét að sjálfsögðu fjarlægja flúrið.
Amy heitin Winehouse lét húðflúra vasa á brjóstið á sér. Nafnið á eiginmanni hennar var svo ritað fyrir ofan. En þau skildu stuttu síðar. Frekar óheppilegt.
Söngkonan Pink er með strikamerki á hnakkanum. Hvað sem það á nú að þýða.
Söngvarinn og hjartaknúsarinn Harry Styles er með flennistórt fiðrildi á bringunni. Hann hefur ekki tjáð sig um hvaða merkingu flúrið hefur. Ef það hefur einhverja yfir höfuð.
Mike Tyson skartar þessu ,,stórfína” tribal flúri. Á vel áberandi stað.
Nicole Richie lét húðflúra orðið Virgin á sig þegar hún var 16 ára. Hún íhugar núna að breyta því í Virginia.
Rapparinn Lil´Wayne er með þennan fína dropa flúraðan við munnvik sitt.
Jackass-stjarnan Stevie O er með sjálfan sig á bakinu. Auðvitað.
Nick Cannon lét húðflúra nafn Mariah Carey þvert yfir bakið á sér. Þess má geta að þau eru skilin.
Christina Ricci er með eitthvað sem líkist ljóni á annarri öxlinni.
Sjá einnig: 11 skelfilega misheppnuð húðflúr – Grátlegar myndir