Streita getur átt rætur sínar að rekja til vinnu, samskipta, fjárhags, heilsu, lífstíls eða samblands af þessu öllu. Ef streita er ómeðhöndluð getur það haft slæm áhrif á líf þitt og líðan.
Kvíði og streita gerir almennt fyrst vart við sig á unglingsárum, algengara hjá konum en körlum. Talið er að allt að 12% íslendinga þjáist af einhversskonar kvíðaröskun. Því er það mjög leitt að ekki fleiri skulu leita sér hjálpar vegna þessa einkenna, sérstaklega afþví hversu slæm áhrif þetta hefur á fólk.
1. Þreyta
Streita hefur lífeðlisfræðileg áhrif á líkama þinn með því að losa hormón í blóðrásina sem hraðar hjartsláttartíðni og öndun. Þetta stöðuga álag á kerfið þitt hefur þreytandi áhrif þannig að þú finnur fyrir meiri þreytu.
Ef að streitan er orðin gífurlega mikil getur þetta snúist við, að þú getur ekki sofið vegna kvíða.
2. Að gnísta saman tönnum
Að gnísta saman tönnum er einkenni streitu og gerist í svefni. Að gnísta saman tönnum getur valdið tannvandamálum og vöðvabólgu.
3. Höfuðverkur
Stundum skilgreindur sem spennuhöfuðverkur. Varir frá hálftíma til nokkurra klukkustunda. Getur komið fram sem þrýstingur á hvorri hlið höfuðsins, enni og getur einnig fylgt stífleiki í hálsi og öxlum.
4. Skapsveiflur
Streita hefur áhrif á skapið okkar sem að okkur finnst þá ómögulegt að ráða við. Streita hefur þau áhrif á okkur að við verðum viðkvæmari fyrir ýmsum hlutum, sem að gerir skapsveiflurnar meiri.
Þetta getur gert okkur viðkvæmari fyrir miklu álagi, t.d. í vinnu. Einnig getum við orðið viðkvæmari í skapi af völdum líkamlegra áhrifa á líkamann okkar, t.d. ef við sofum illa.
5. Grátköst
Hjá sumum geta þessi tilfinningalegu viðbrögð og skapsveiflur leitt til aukinna grátkasta, sem koma þá oft í staðin fyrir skapsveiflur. En grátur er ekki bara áhrif streitu, heldur hafa þau einnig hlutverk í að styðja þig í gegnum streituna með því að losa hormón og láta þér líða betur.
6. Minnkuð kynhvöt
Til þess að kynhvöt þín virki rétt þurfa hormónajafnvægi og taugakerfi að vera samstillt. Þegar þú ert stressaður sleppur líkaminn streituhormónum sem að trufla þetta jafnvægi sem að leiðir til minnkaðrar kynhvatar.
7. Óhollar matarvenjur
Það er algengt að fólk sem þjáist af streitu borði óhollan mat eða borða yfir sig.
Fólk sem er búið að þjást að streitu í styttri tíma gæti misst matarlystina vegna þess að undirstúkan í heilanum seytir hormónum sem veldur þessu.
Fólk sem er búið að þjást af langvarandi stressi á oft til að borða meira og þá óhollara. Þetta er vegna þess að undirstúkan seytir cortisoli sem að eykur matarlyst, sérstaklega fyrir sætum og óhollum mat. Oft kallað „stress eating“.
8. Félagsleg einangrun
Allir eiga stundir í lífi sínu þegar þeir vilja bara slaka á í friði, en þegar þetta fer úr böndunum gefur það til kynna að þú sjáist af streitu. Þetta hefur venjulega neikvæð áhrif á streituna sem gerir allt í raun verra. Þegar streitan verður of mikil, er það náttúruleg tilhneiging að einangra sig, sérstaklega ef streituvaldurinn sem þú ert að bregðast við er félagslegur.
9. Tíð veikindi
Streita hefur raunveruleg áhrif á heilsu okkar með því að bæla ónæmiskerfið. Þetta er vegna þess að þegar við erum stressuð sleppum við cortisoli í blóðrásina og þegar það gerist er ekki hægt að losa ónæmisbælandi hormónið DHEA á sama tíma, þannig að ónæmiskerfið okkar verður veikara.
10. Líkamleg einkenni
Hormónin sem líkaminn þinn sleppir í blóðrásina vegna streitu eykur líkamleg einkenni. Þetta getur verið mjög óþægilegt og er þetta oft kallað kvíðakast.
Almenn líkamleg einkenni eru:
· Aukinn hjartsláttur
· Hita- eða kuldatilfinning
· Tilfinning að vera fjarlægur, dofinn eða tilfinningadauður
· Vöðvaspenna og vöðvaverkir
· Svitna í lófum
· Ör og grunnur andardráttur
· Svimi
· Eirðarleysi og sálræn sp
Höfundur greinar
Bylgja Dís Birkisdóttir, hjúkrunarfræðingur
Greinin er birt með góðfúslegu leyfi frá Doktor.is