Átraskanir eru mjög alvarlegar og getur fylgt fólki alla ævi, þó þau nái bata að einhverju leyti.
Hér eru 10 vísbendingar um að unglingurinn þinn gæti verið að glíma við átröskun. Það er mikilvægt að hafa í huga að þetta eru einungis vísbendingar og ekki endanleg greining. Ef þú hefur grun um að unglingurinn þinn sé með átröskun, er mikilvægt að leita til fagfólks:
1. Breytt hegðun í sambandi við mat
- Unglingurinn forðast ákveðnar máltíðir eða finnur afsakanir til að borða ekki.
- Ákveðnar matartegundir verða jafnvel útilokaðar, jafnvel þótt þær hafi áður verið í uppáhaldi.
2. Óhófleg þráhyggja fyrir þyngd og líkama
- Sífellt tal um þyngd, megrun eða að viðkomandi „sé feitur“ í einhverjum klæðnaði þó það sé alls ekki raunin.
- Alltaf að skoða sig og líkama sinn í spegli.
3. Skyndilegt þyngdartap eða þyngdarbreytingar
- Markvert þyngdartap eða óútskýranlegar breytingar á líkamsþyngd.
4. Óheilbrigð líkamsrækt
- Óhófleg eða þráhyggjukennd líkamsrækt, jafnvel þegar viðkomandi er veikur eða þreyttur.
5. Leitast eftir að borða í einrúmi
- Borðar einungis ein/n eða forðast að borða í kringum aðra.
- Skilur eftir mat eða fleygir honum þegar enginn sér til
6. Meltingarvandamál eða uppköst
- Kvartanir um magaverki, meltingarvandamál eða tíð uppköst.
- Merki um að uppköstum séu framkölluð af einstaklingnum, eins og særindi í hálsi eða tannskemmdir.
7. Breytingar á skapgerð
- Pirringur, þunglyndi, eða sveiflur í skapi, oft tengt máltíðum.
- Minnna sjálfstraust þegar kemur að útliti og líkama.
8. Þráhyggjukennd hegðun
- Endurtekin og stíf rútína í kringum mat eða æfingar.
- Nákvæmar mælingar á matarskömmtum og miklar vangaveltur í um hitaeiningar.
9. Athugasemdir frá kennurum og/eða vinum
- Athugasemdir frá kennurum eða vinum um breytingar á hegðun eða útliti.
Hvað skal gera?
Ef þú hefur áhyggjur af unglingnum þínum skaltu:
- Tjá áhyggjur þínar opinskátt og án þess að dæma.
- Leita til sérfræðinga, t.d. geðlækna eða næringarfræðinga.
- Sýna unglingnum stuðning og rými til að ræða tilfinningar sínar.
Átraskanir eru alvarlegir sjúkdómar, en með viðeigandi stuðningi er hægt að ná bata.