Skilnaðir verða sífellt algengari með hverju árinu sem líður og alltaf er verið að finna út hver meginástæða þess er. Það er gaman að sjá þessar staðreyndir um hamingjurík hjónabönd og allir geta tileinkað sér eitthvað af þessu.
1. Því betri stjórn sem þú hefur á tilfinningum þínum, því betra. Vísindamenn í háskóla í Kaliforníu rannsökuðu gögn sem hafði verið safnað á 25 árum og komust að því, að í þeim tilfellum þar sem konur voru fljótar að jafna sig eftir ágreining, var mesta hamingjan. Þeir sögðu að samtöl um tilfinningar og leitun lausna sé besta aðferðin til að ná þessari stjórn.
2. Meira kynlíf – Minni áhyggjur. Jafnvel þó maki þinn sé gjarn á að hafa áhyggjur og kvíða þá mun virkt kynlíf auka ánægju ykkar beggja. Rannsóknir Social Psychological and Personality Sciencenoted sýndi að taugaveikluð nýgift hjón sem stunda mikið kynlíf voru jafn ánægð með hjónabandið sitt og minna taugaveikluð pör.
3. Orðavalið skiptir máli. Þegar þú varst á lausu fór það kannski í taugarnar á þér þegar vinir þínir fóru að tala alltaf um „við“ og „okkur“ þegar þau voru komin í samband. Það kemur samt í ljós að þegar þú notar „við“ og „okkur“ þegar þið eruð að þræta um eitthvað verður riffrildið aldrei jafn alvarlegt, það verður minni reiði og rifrildið verður fyrr búið en ella.
4. Ef þið eruð álíka sparsöm þá munið þið eiga vel saman. Margir byrja með einhverjum sem hefur ekki sömu eyðsluvenjur og þau. Þess vegna er það oft þannig að peningar verða að ágreiningsefni í samböndum. Ef það gerist hinsvegar að fólk með svipaðar eyðsluvenjur byrjar saman verður það í heild hamingjusamara en ef það væri á öndverðum meiði.
5. Því meira sem þú gefur, því meira færðu. Það á sérstaklega við þegar kemur að því að kunna að meta hinn aðilann. Í rannsókn sem gerð var á 50 pörum, kom í ljós að því meira sem maki þinn kann að meta þig, því meira kannt þú að meta hann. Magnað!
6. Þið þurfið að vera með gott hlutfall milli jákvæðra og neikvæðra samskipta. Fyrir hverja neikvæðu tilfinningu eða samskipti þurfa að vera að minnsta kosti fimm jákvæðar tilfinningar og samskipti að sögn sambandssérfræðingsins John Gottman. Neikvæð samskipti geta til dæmis verið bara að sýna ekki mikla væntumþykju og jákvæð samskipti geta verið til dæmis að hlusta með áhuga á maka þinn þegar hann/hún er að segja þér frá deginum sínum.
7. Hinn ráðandi þáttur er vinátta. Það má vel vera að karlmenn séu frá Mars og konur séu frá Venus en bæði kynin eru sammála um að vinskapurinn skipti höfuðmáli. Ánægja í hjónaböndum, ánægja með kynlífið, rómantíkina og ástríðuna má í 70% tilfella rekja til þess hversu góðir vinir hjónin eru, samkvæmt bókinni hans Gottman Seven Principles for Making Marriage Work.
8. Hafðu kynlífið í forgang. Í rannsókn sem framkvæmd var á árunum 1993 – 2006 á 15.386 manns kom í ljós að þeir sem stunduðu kynlíf að minnsta kosti 2-3 í mánuði eru 33% hamingjusamari en þeir sem hafa ekki stundað kynlíf í 12 mánuði. Einnig er það þannig að því meira kynlíf sem þú stundar þeim mun hamingjusamari ertu. Pör sem stunduðu kynlíf einu sinni í viku voru 44% hamingjusamari og þeir sem stunduðu kynlíf 3-5 sinnum í viku eru 55% hamingjusamari.
9. Þau pör sem víkka sjóndeildarhringinn sinn, haldast saman. Það er enginn að tala um að fara í heimsreisu eða eitthvað álíka dramatískt, en að fara út saman og prófa nýjar og krefjandi aðstæður saman, er mjög gott fyrir sambandið. Þetta segir í Journal of Personality and Social Psychology.
10. Mundu eftir fyndnu atvikunum. Ef þig langar að auka ánægju þína í hjónabandinu, rifjaðu þá upp atvik sem fékk ykkur til að fara í hláturskast. Þetta segir í niðurstöðum rannsóknar sem birt var í Motivation and Emotion. Í þessari rannsókn kom fram að það, að rifja upp atvik þar sem þið hlóguð saman er betra en að minnast annarra jákvæðra atvika.
Tengdar greinar: