Ruby er 100 ára gömul og hefur alltaf búið í Tennessee og hefur alla ævi unnið að því að hjálpa öðrum.
Hún eignaðist 4 börn, vann í skyrtuverksmiðju og tíndi bómull. Hana hafði alltaf dreymt um að ferðast en hafði aldrei átt nógu mikla peninga til þess né heldur tíma.
Ruby nefndi það við eina hjúkrunarkonu á dvarlarheimilinu sem hún býr á, að hún hafi aldrei á ævinni séð hafið og það sem meira er þá hafði Ruby aðeins einu sinni farið frá Tennessee.
Ruby, sem verður 101 árs í desember, var skráð í Wish of a Lifetime sjóðinn af starfsfólki dvarlarheimilisins, en sjóðurinn er ætlaður til að láta óskir fólks rætast.
Hún var valin til þess að láta draum sinn rætast og farið var með hana á hótel við Mexíkóflóann.
„Ég hef heyrt fólk tala um hversu dásamlegt hafið er og mig langaði alltaf að sjá það en hafði aldrei tækifæri til þess,“ segir Ruby.
Þegar hún var spurð að því hvernig væri að koma við sjóinn sagði hún: „Hann er kaldur!“
Yndisleg saga af þessari fallegu gömlu konu!