Herferðin “Undir niðri erum við konur” eða Underneath we are women, var sett á laggirnar af konum sem vildu hafa það að markmiði að berjast gegn því að allar konur væru settar í sama mót, eða að allar konur yrðu að vera vissar staðalímyndir.
Sjá einnig: Staðalímynd karla! – Eru þær skárri en staðalímyndir kvenna?
Ljósmyndarinn Amy D Herrman á heiðurinn af þessum ljósmyndum og hefur hún sett þær saman í ljósmyndabók og inniheldur hún 100 ljósmyndir, 100 líkama og 100 sögur þeirrra kvenna.
Þessar myndir sýna konur í allri sinni dýrð á heiðarlegan og fordómalausan máta. Þær eru misjafnar eins og þær eru margar og eiga allar sínar sögur að baki. Fallegar eins og þær eru.
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.