Það er alltaf gaman að lesa góðar fréttir og þessi frétt er svo sannarlega gleðileg. Helga Guðmundsdóttir sem er 102 ára og er íbúi á Hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík, er meðal þeirra elstu í heiminum sem sigrast hafa á COVID-19.
Helga, sem verður 103 ára eftir nokkra daga, er kjarnakona og sagði sonur hennar, í viðtali við Fréttablaðið að hún hafi sigrast á ýmsu í gegnum tíðina.
Sonur hennar, Agnar H. Gunnarsson, segir móður sína tvisvar hafa fengið berkla og sigrast á því og einnig hafi Spænska veikin komið á heimilið sem hún bjó á þegar hún var eins árs.
Helga veiktist af COVID-19 þann 5. apríl síðastliðinn og var útskrifuð úr einangrun á síðasta laugardag. Kjarnakona hér á ferð!