Nýtt heimsmet í sjálfsmyndatöku á farsíma hefur verið slegið og það er EKKI Kim nokkur Kardashian sem á metið! Um háalvarlega áskorun var að ræða af hálfu Heimsmetabók Guiness sem skoruðu á Dwayne THE ROCK Johnson að sitja fyrir á 105 sjálfsmyndum á einungis þremur mínútum. Og THE ROCK (eða Kletturinn, eins og hann útnefnist á íslensku) var ekki lengi að taka áskoruninni og SLÓ metið!
Metið sló maðurinn á frumsýningu nýjustu kvikmyndar sinnar, San Andreas, sem fram fór í London – en myndirnar tók hann fyrir utan kvikmyndahúsið.
En það var ekki auðvelt – ekki einu sinni fyrir Klettinn!
Dwayne notaði farsíma sinn og smellti af öllum sjálfsmyndunum með eigin aðdáendur í bakgrunni og tróðu sér inn á myndina til að taka þátt í heimsmetinu, sem viðstöddum þótti æsispennandi. Að sjálfsögðu var fulltrúi Guinnes, Mark McKinley, viðstaddur og gætti þess að öllum sjálfsmyndareglum væri fullnægt – þeas. allt andlit og háls þeirra sem á myndinni voru væru sýnileg og að allar ljósmyndirnar væru í fullum fókus – að myndefnið þekktist á ljósmyndinni og að engin myndanna væri ógreinileg.
Reyndar voru fjölmargar ljósmyndir dæmdar úr leik en 105 þeirra heppnuðust og þar með var nýtt heimsmet slegið!
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.