Hundaþjálfari nokkur í Ástralíu tók þetta fáránlega fyndna myndband sem sýnir 11 hunda og hennar eigin kött fagna lokadegi þjálfunar á ströndinni, en sjálf segir konan að þegar hundarnir sem hún fær til þjálfunar, útskrifast – fari allur hópurinn saman niður á strönd til að fagna, sletta úr klaufunum og gleðjast saman.
Stundum er um stóra hópa að ræða og þennan dag fóru hvorki meira né minna en 11 hundar og einn heimilisköttur niður á strönd til að fagna útskrift af hlýðninámskeiði og það er fáránlega fyndið að horfa á ferfætlingana fagna saman!
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.