11 glaðir hundar og brúskaður heimilisköttur halda strandarpartí!

Hundaþjálfari nokkur í Ástralíu tók þetta fáránlega fyndna myndband sem sýnir 11 hunda og hennar eigin kött fagna lokadegi þjálfunar á ströndinni, en sjálf segir konan að þegar hundarnir sem hún fær til þjálfunar, útskrifast – fari allur hópurinn saman niður á strönd til að fagna, sletta úr klaufunum og gleðjast saman.

Stundum er um stóra hópa að ræða og þennan dag fóru hvorki meira né minna en 11 hundar og einn heimilisköttur niður á strönd til að fagna útskrift af hlýðninámskeiði og það er fáránlega fyndið að horfa á ferfætlingana fagna saman!

SHARE