Það er ekki eins flókið og þú heldur að hrósa karlmanni. Hér eru nokkur hrós sem karlmenn elska.
1. „Það er svo góð lykt af þér.“ – Ef það er eitthvað sem við höfum lært í gegnum tíðina þá er það að karlmenn vilja heyra að þeir lykti dásamlega. Helst viljum við að þeir lykti eins og skógarhöggsmaður sem hefur velt sér upp úr Nutella. Namm namm!
2. „Ég er svo örugg með þér!“ – Karlmenn vilja vera „bangsapabbi“ sem passar þig og þá sem á heimilinu eru.
3. „Ertu búinn að vera að lyfta?“ – Láttu eins og hann sé massaður, jafnvel þó hann sé ekkert svakalega múraður. Ef honum líður þannig þá er það mjög aðlaðandi!
4. „Vá þú ert svo handlaginn hérna heima.“ – Það er ótrúlega karlmannlegt að sjá karlmann laga það sem er að á heimilinu, hvort sem það er að laga vaskinn, bora upp hillur eða hvað sem er.
5. „Þú ert með flottan rass“ – Af því að „þú ert með fallegt typpi“ er bara of „krípí“. Hver vill líka ekki vera með flottan rass?
6. „Þú ert svo flott klæddur“ – Flestir karlmenn vita ekki hvernig þeir eiga að klæða sig. Ef hann er flott klæddur, segðu honum það, þá veit hann allavega að hann er að gera eitthvað rétt í klæðaburðinum.
7. „Vinnan þín er svo spennandi“ – Fæstir eru alveg rosalega ánægðir með starfið sitt, sem er mjög niðurdrepandi staðreynd þegar fólk eyðir stórum hluta lífs síns í vinnunni. Það er mjög upplífgandi að heyra að einhverjum finnist starfið manns spennandi.
8. „Þú ert svo fyndinn“ – Marilyn Monroe sagði einu sinni: „Ef þú kemur konu til að hlæja geturðu látið hana gera hvað sem er“
9. „Þú ert svo góður í að veita munnmök“ – Margir karlmenn eru fastir í þeirri fornu hugsun að þeir eigi að „skaffa“ vel og það á líka við um að standa sig í svefnherberginu. Þeir verða að „vita“ að þeir séu bestir í því að veita þér fullnægingu og enginn sé betri í rúminu!
10. „Þú ert með svo kyssilegar varir“ – Það er gott að hrósa fyrir kossa því það þýðir að þeir munu vilja kyssa þig meira.
11. „Þú kveikir í mér“ – Ef þú segir honum að þér finnist hann aðlaðandi og nánast ómótstæðilegur er besta hrós sem þú getur gefið honum.