11 leiðir til að fegra sig með sítrónum

Sítrónur eru til margs nýtar. Auk þess að vera góðar í t.d. matargerð er hægt að nýta þær í margs konar “fegrunarráð”. Hér eru nokkur ráð til að nota þennan gula, góða ávöxt:

 

Rakakrem: Blandaðu saman nokkrum dropum af kókosvatni og nokkrum dropum af sítrónusafa. Kókosvatnið gefur húðinni raka og sítrónan hreinsar og gefur húðinni jafnara yfirbragð.

 

Lýsandi fyrir olnboga og hné: Stundum vill það vera svo að húðin á olnbogum og á hnjám er ögn dekkri en húðin í kring og þá er gott að skera sítrónu í tvennt og nudda þessi húðsvæði.

 

Gegn fílapenslum: Þetta gæti hljómað of gott til að vera satt en vegna þess að sítrónur eru bakteríudrepandi, geta þær hjálpað til við að vinna gegn bólum og fílapennslum. Einfaldlega skerið sítrónu í sneiðar, kreistið safann úr og berið á andlitið. Áður en þú veist af eiga fílapennslarnir að fara að minnka.

 

Hreinsiklútar: Blandaðu saman nokkrum dropum af sítrónusafa og Tea-Tree ilmolíu í u.þ.b. 180 ml af vatni. Hægt er að nota þessa blöndu sem andlitsvatn en einnig sem hreinsi fyrir andlitið og er blandan þá sett í bómull og strokið yfir húðina.

 

Tannhvíttun: Blandaðu saman matarsóda og sítrónusafa og berðu á tennurnar með hreinum eyrnapinna. Notaðu svo tannburstann þinn til að skrúbba tennurnar og hreinsa þær. Þetta er mun ódýrara en að fara til tannlæknis í tannhvíttun.

 

Munnangur: Hægt er að nota nokkra dropa af sítrónu ilmolíu á munnangur til að hjálpa gróandanum.

 

“Lýsandi” fyrir húðina: Sítrónur eru ríkar af C-vítamíni og sítrussýru sem virka lýsandi og jafna húðlit þegar notaðar í einhvern tíma. C-vítamín er mjög andoxandi og vinnur á móti stakeindum (sem er efnið sem brýtur niður kollagen húðarinnar og veldur þannig öldrun) og einnig ýtir það undir kollagenmyndun húðarinnar samkvæmt Marina Peredo M.D. húðlækni. Þetta þýðir að sítrónan getur minnkað litinn í öldrunarblettum og dökkum blettum en einnig er hægt að nota hana ef brúnkukremið hefur verið til vandræða. MIKILVÆGT er að nota sólarvörn (a.m.k. spf 15) ef þú notar sítrónu á húðina því hún verður viðkvæmari fyrir sólargeislunum og er hætt við að brenna illa.

 

Gegn húðfituglans: Sítróna er einstaklega góð til að minnka húðfituframleiðslu í andliti.

 

Djúphreinsir fyrir varirnar: Settu smá sítrónusafa á varirnar fyrir svefninn og hreinsaðu hann svo af um morguninn. Þetta hjálpar til við að fjarlægja dauða og þurra húð af vörunum. Samkvæmt húðlækninum Gary Goldfaden M.D.  gefur það augaleið að ekki skal prufa þetta ef þú ert með mikið sprungnar og viðkvæmar varir.

 

Naglaherðir: Blandaðu saman góðri olíu (t.d. Ólífu olíu) með sítrónusafa og láttu neglurnar liggja í leginum í smá stund. Þetta er einstaklega gott fyrir þunnar og þurrar neglur en einnig fyrir neglur sem hafa gulnað.

 

Til að lýsa hár: Hægt er að nota sítrónu safa til að lýsa hárið. Berðu safann í hárið áður en farið er út í sólina og þá nærðu að lýsa hárið aðeins. Sítrónusafinn getur einnig hjálpað gegn þurrum hársverði og flösu með því að bera ríkulega af safanum í hársvörðinn.

SHARE