Það virðist vera til óhemju mikið af óhefðbundnum ráðum við allskyns kvillum. Hér eru 11 ráð sem við höfum ekki séð áður.
1. Minnkaðu hálsbólguna
Særindin í hálsinum hverfa eins og dögg fyrir sólu ef þú drekkur flóaða mjólk með kardimommum.
2. Róaðu þig niður fljótt og örugglega
Ýttu á svæðið milli nefs og munns með þumlinum og haltu við í nokkrar sekúndur. Þú munt strax finna fyrir slökun.
3. Losnaðu við málningu eða blek úr fötum þínum
Notaðu bómullarskífu og vættu hana í Aceton og nuddaðu blettinn.
4. Láttu mjólkina sjóða hraðar
Ef þú setur pínulítinn sykur í mjólkina sýður hún miklu fyrr.
5. Losnaðu við óþef úr eldhúsinu
Settu eina matskeið af venjulegu ediki á pönnu og hitaðu þangað til það hefur gufað upp.
Sjá einnig: Húsráð: Ný not fyrir hversdagslega hluti
6. Losaðu þig við höfuðverkinn
Höfuðverkurinn fer ef þú nuddar sneið af sítrónu á enni þitt
7. Flýttu fyrir því að kartöflurnar sjóði
Ef þú setur örlítið smjör á pottinn verða kartöflurnar fyrr tilbúnar.
8. Notaðu banana í stað eggja
Ef þú ert að gera deig, þá er ekkert mál að skipta eggi út fyrir hálfan banana
9. Náðu lími af gleri
Það eina sem þú þarft er jurtaolíu. Settu smá olíu á svæðið og leyfði því að bíða í 10 mínútur. Þurrkaðu með bréfþurrku.
Sjá einnig: Húsráð: Losnaðu við hvítar rákir eftir svitaeyðir
10. Nýttu þurra sítrónu
Ef sítrónan er orðin þurr geturðu gert hana eins og nýja ef þú setur hana í skál af vatni í nokkra klukkutíma.
11. Auðvelt að kveikja eld
Ef þú ætlar að kveikja eld er algjör snilld að nota kartöfluflögur. Þær brenna hægt og vel.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.