11 stjörnur sem eru með kvíðaröskun

Um 3,6% jarðarbúa þjást af kvíðaröskunum samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, og fræga fólkið er ekki undanskilið þessum fjölda. Kvíði er meira að segja nokkuð algengur í Hollywood enda er það örugglega mjög krefjandi að vera heimsfrægur einstaklingur.

Fræga fólkið sem talið verður upp hér lifir með kvíða, bæði almenna kvíðaröskun og ofsakvíða. Þau hafa leitað sér aðstoðar og hafa lært að lifa með kvíðanum og lifa nokkuð eðlilegu lífi.

1. Selena Gomez

Árið 2016 tók poppstjarnan Selena Gomez sér veikindafrí vegna kvíðakasta, þunglyndis og almennri kvíðaröskun tengdum sjúkdómnum Rauðir úlfar samkvæmt People. Í október 2018 greindi People frá því að hún leitaði sér meðferðar vegna geðheilsu sinnar eftir að hafa fengið kvíðakast á sjúkrahúsi þar sem hún var að leita sér aðstoðar vegna skorts á hvítum blóðkornum. Skortur á hvítum blóðkornum er oft tengdur nýrnaígræðslu og Rauðum úlfum en Selena Gomez hafði fengið nýrnaígræðslu sumarið 2017 frá bestu vinkonu sinni, Francia Raisa. Söngkonan er núna í samtalsmeðferð hjá meðferðaraðila.

Sjá einnig: Magaverkir barna eru oft kvíði

2. Marcus Morris, körfuboltaleikmaður

Marcus Morris, körfuboltaleikmaður Boston Celtics, ólst upp í hverfi í Norður-Fíladelfíu þar sem var mikið um ofbeldi glæpagengja, en þar segir hann að kvíði hans og þunglyndi hafi byrjað. „Á þeim tíma treysti ég engu hvítu fólki vegna þess að ég þekkti ekkert hvítt fólk. Satt að segja fannst mér ég ekki geta treyst neinum – ekki einu sinni fólkinu í hverfinu mínu, sem ég hafði þekkt allt mitt líf,“ sagði Morris í 2018 viðtali við ESPN.

Þegar hann ólst upp elskaði hann að spila körfubolta með tvíburabróður sínum, Markieff. En þegar hann gekk til liðs við NBA og byrjaði að hoppa frá einu liði til annars fann hann fyrir auknum kvíða, sneri sér að svefnlyfjum og marijúana en fann ekki mikinn léttir. Hann segist hafa fundið ró, hamingju og kraft þegar hann fór að hitta geðlækni. Morris segir einnig að dagleg hugleiðsla hjálpi honum að finna jarðtengingu.

3. Lady Gaga, lagahöfundur, söngkona og leikkona

Söngkonan Lady Gaga opnaði sig um geðheilbrigðisvandamál sín árið 2015. „Ég hef þjáðst af þunglyndi og kvíða allt mitt líf og þjáist enn af því á hverjum einasta degi. Ég vildi deila þessu aðallega fyrir krakkana þarna úti sem finnst þau ekki eðlileg, en það er eðlilegt að finna fyrir allskonar tilfinningum sem manneskjur. Við fæddumst þannig. Það er nútíminn og öll yfirborðskenndin og tengslaleysið sem er ekki mannlegt,“ sagði Lady Gaga.

Lady Gaga stofnaði Born This Way samtökin til að byggja upp sterkt samfélag og bæta geðheilbrigðisúrræði fyrir ungt fólk. „Ég viðurkenni opinskátt að hafa barist við þunglyndi og kvíða og ég held að margir geri það,“ sagði Lady Gaga árið 2016 í viðtali við The Mirror. „Ég held að það sé betra þegar við segjum öll: „Skál!“ og viðurkennum vandann.“

Sjá einnig: 15 leiðir til að útskýra kvíða

4. Ariana Grande, söngkona

Í kjölfar sprengingarinnar á tónleikum hennar í Manchester Arena í maí árið 2017 upplifði Ariana Grande einkenni áfallastreituröskunar (PTSD), samkvæmt forsíðufréttum breska Vogue þar sem hún greinir einnig frá því að hún hafi lengi þjáðst af kvíða. „Kvíði minn er með kvíða. Nei. Ég hef alltaf þjáðst af kvíða. Ég hef eiginlega aldrei talað um hann vegna þess að ég hélt að allir væru með hann, en þegar ég kom einu sinni heim úr tónleikaferð lenti ég í alvarlegasta kasti sem ég held að það hafi upplifað,“ sagði Ariana. Í október 2018 sleit söngkonan trúlofun sinni við leikarann Pete Davidson og í kjölfarið sleppti hún æfingum fyrir sérstakan hrekkjavökuþátt NBC, A Very Wicked Halloween: Hún komst þó í tökurnar og skrifaði eftir á á Instagram: „Ég trúi því ekki að ég hafi næstum látið kvíða minn eyðileggja þetta fyrir mér í dag!“

5. Gina Rodriguez, leikkona

Árið 2017 tók Jane the Virgin leikkonan stutt, myndband af sér til að nota í verkefni vinar síns, Anton Soggiu ljósmyndara. „Ég þjáist af kvíða. Og þegar ég horfði á þetta myndband gat ég séð hversu kvíðinn ég var. En ég hef hef samkennd með sjálfri mér,” skrifaði Gina á Instagram. „Ég vildi vernda hana og segja henni að það sé í lagi að vera kvíðin, það er ekkert öðruvísi eða skrítið við að vera með kvíða og ég mun sigra. Mér finnst gaman að horfa á þetta myndband. Það veldur mér óþægindum, en það er frelsi sem ég finn og reyni að samþykkja. Þetta er ég. Puro Gina.”

6. Kim Kardashian, raunveruleikastjarna

Í þætti af Keeping Up With the Kardashians frá árinu 2016 opnaði Kim sig um kvíða sinn, sérstaklega kvíða vegna bílslysa og fór að hitta meðferðaraðila. Yngri systir hennar, Kendall Jenner glímir einnig við kvíða og svefnlömun og í sama þætti fara þær saman á hugleiðslunámskeið. Aðeins mánuði fyrir þáttinn hafði Kim lent í því að vera rænt, hún bundin og ógnað með byssu á hótelherbergi í París. „Ég fæ örugglega miklu meiri kvíða núna, sérstaklega því fólk fylgist stanslaust með öllu sem við gerum,“ sagði Kim í viðtali við The New York Times Style Magazine Singapore í september 2017.

7. Zayn Malik, söngvari og lagahöfundur

Fyrrum söngvari One Direction skrifaði grein fyrir Time, sem byggð var á útdrætti úr endurminningum hans, um það hvers vegna hann fór að tala um kvíðavandamál sín opinberlega eftir að hafa gerst sólóisti. „Kvíði er ekkert til að skammast sín fyrir; hann hefur áhrif á milljónir manna á hverjum degi. Ég veit að ég á aðdáendur þarna úti sem hafa lent í svona líka og ég vildi vera heiðarlegur þeirra vegna, ef ekki annað. Þegar ég var í One Direction, var kvíðinn minn mikill en innan öryggisnets hljómsveitarinnar voru þau að minnsta kosti viðráðanleg. Sem sólóisti fannst mér ég verða miklu útsettari og sálrænt álag við að koma fram, var bara orðið of mikið fyrir mig að höndla – á því augnabliki, að minnsta kosti. Frekar en að fela mig eða sykurhúða vandann, vissi ég að ég yrði að setja þetta allt þarna út,“ skrifaði Zayn.

Sjá einnig: Að lifa með kvíða

Emma Stone.

8. Emma Stone, leikkona

Í viðtali hjá Child Mind Institute í október 2018 opnaði leikkonan sig með kvíðann sinn og sagði frá fyrsta kvíðakastinu sínu þegar hún var 7 ára gömul. „Ég var heima hjá vinkonu minni, og allt í einu var ég alveg sannfærð um að húsið væri alelda og það væri að brenna. Ég sat bara í svefnherberginu hennar og það var alveg greinilegt að ekki var kviknað í húsinu, en ég var sannfærð um það að við værum að fara að deyja,“ sagði Emma.

Stuttu eftir fyrsta kvíðakastið fór Stone að hitta meðferðaraðila sem greindi hana með almenna kvíðaröskun. Enn þann dag í dag segist hún vera með kvíðaköst, en það hjálpar henni að takast á við þau að hitta meðferðaraðila, hugleiða og umgangast fólk í stað þess að vera einangruð.

9. Whoopi Goldberg, leikkona, grínisti og sjónvarpskona

Whoopi Goldberg, sem er meðstjórnandi The View hefur verið hrædd við að fljúga í mörg ár. Í áratugi ferðaðist Whoopi með einkarútu frá New York til Los Angeles vegna þess að hún var svo hrædd við að fljúga. Kvíði Whoopi flokkast sem fælni, hræðsla við ákveðinn hlut eða aðstæður. Meðferð við fælni getur falið í sér lyf, hugræna atferlismeðferð (CBT) og útsetningarmeðferð. Til að draga úr fælni sinni fór Whoopi í þriðja valmöguleikann: Hún fór á námskeið hjá Virgin Atlantic sem hjálpar fólki að vinna úr hræðslu sinni við flug, samkvæmt því sem CNN greinir frá. „Sumum er ætlað að fljúga. Og ég veit ekki hvort mér var ætlað að fljúga, en ég geri það núna,“ sagði Whoopi.

10. Kesha, söngkona og lagahöfundur

Í kringum hátíðarnar 2017 skrifaði Kesha grein fyrir Time um hversu erfiðar hátíðirnar geta verið þegar þú glímir við geðsjúkdóm. „Það var um hátíðirnar þegar ég fór alveg á botninn og ákvað, með hjálp móður minnar, að leita mér hjálpar við átröskun,“ skrifaði söngkonan.

Árið 2014 kærði Kesha framleiðandann Dr. Luke fyrir tilfinngalegt, líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi. „Ég hef barist við ýmislegt, þar á meðal kvíða og þunglyndi,“ sagði Kesha við Billboard árið 2016. „Það er ekki auðvelt að finna styrk til að koma fram um þessa hluti. En kannski, með því að segja sögu mína, get ég hjálpað einhverjum öðrum að ganga í gegnum erfiða tíma.“

11. Amanda Seyfried, leikkona

„Já. Ég er á þunglyndis og kvíðalyfinu Lexapro og ég mun hætta á því“ sagði leikkonan í samtali við Allure varðandi SSRI lyfið sem hún er á. „Ég hef verið í því síðan ég var 19 ára og er að taka lægsta skammtinn. Ég sé ekki tilganginn með því að hætta á því. Hvort sem það er lyfleysa eða ekki, þá vil ég ekki hætta á því bara vegna fordómanna sem eru oft í garð þessara lyfja. Geðsjúkdómur er hlutur sem fólk flokkar í annan flokk en aðra sjúkdóma, en ég held að svo sé ekki. Það á að taka þessa sjúkdóma alvarlega eins og alla aðra sjúkdóma.“

Mamma Mia! og Les Miserables stjarnan hefur verið opinská um kvíða sinn og áráttu- og þráhyggjuröskun (OCD), sem hefur svipaða eiginleika og kvíðaröskun. “Þú sérð ekki geðsjúkdóminn: Hann er ekki eitthvað sem þú sérð á húðinni eða á röntgenmyndum. En hann er þarna,“ hélt hún áfram í viðtalinu við Allure. „Af hverju þarftu að sanna að þú sért með sjúkdóm? Ef þú getur fengið meðferð við sjúkdómnum, gerðu það þá. Ég var með frekar slæman heilsukvíða sem stafaði af þráhyggju- og kvíða og hélt að ég væri með æxli í heilanum. Ég fór í segulómun og taugalæknirinn vísaði mér til geðlæknis. Eftir því sem ég hef elst hafa áráttuhugsanir og óttinn minnkað. Það hjálpar mjög að vita að mikið af ótta mínum byggist ekki á raunveruleikanum.“

SHARE