Við eigum öll okkar rútínu áður en við förum að sofa hvort sem að við erum nátthrafnar sem vökum fram eftir öllu meðan aðrir fjölskyldumeðlimir sofa á sínu græna eða við erum morgunhanar sem finnst morgnarnir bestir til að koma einhverju í verk.
En hvað gera/gerðu þessir 11 valdamiklu einstaklingar áður en þeir fara að sofa?
Sumir þeirra, líkt og Obama forseti Bandaríkjanna eru nátthrafnar, meðan aðrir, eins og fjölmiðladrottningin Anna Huffington og Sheryl Sandberg framkvæmdastjóri Facebook koma sér í háttinn á skikkanlegum tíma.
Barach Obama Bandaríkjaforseti er nátthrafn og finnst best að vinna á kvöldin. Hann hefur jafnvel haldið vinnufundi með starfsfólki sínu kl. 23 og les og skrifar áður en hann fer að sofa. Í viðtali við Newsweek kallar Obama sig náttuglu og lýsir hefðbundu kvöldi hjá sér þannig: “Kvöldmaður með fjölskyldunni, ver tíma með börnunum þar til þau fara að sofa u.þ.b. 20.30. Þá les ég yfirleitt samantektir, vinn pappírsvinnu eða skrifa til u.þ.b. 23.30 og les svo yfirleitt í hálftíma áður en ég fer að sofa um miðnætti, hálfeitt….eða jafnvel seinna”.
Benjamin Franklin einn af forfeðrum Bandaríkjanna sagði í ævisögu sinni að á hverju kvöldi spyrði hann sjálfan sig spurningarinnar: “Hvað hef ég látið gott af mér leiða í dag?”. Aðrar venjur fyrir svefninn voru að ganga frá hlutum á sinn stað, kvöldmatur, tónlist, önnur skemmtun eða samræður og yfirferð yfir daginn.
Sheryl Sandberg framkvæmdastjóri Facebook segir að það sé mjög erfitt, en hún slökkvi engu að síður á farsímanum sínum á nóttunni svo að hún verði ekki vakin. Hún segir að það síðasta sem að hún gerir áður en hún fer að sofa sé að tékka á tölvupóstinum og jafnfram það fyrsta sem að hún gerir þegar hún vaknar.
Winston Churchill fyrrum forsætisráðherra Bretlands hélt sömu rútínu næstum alla daga sama hvað gekk á: Um kl. 17 fékk hann sér vískí og sóda áður en hann lagði sig í eina og hálfa klukkustund. Churchill sagði að þessi lúr gerði það að verkum að hann ynni eitt og hálft dagsverk á hverjum sólarhring. Þegar lúrnum var lokið fór hann í bað og át kvöldmat um kl. 20, á eftir fylgdi drykkja og vindlareykingar framyfir miðnætti. Sökum þessarar rútínu hélt Churchill oft stríðsátakafundi inni á baðherbergi hjá sér.
“Ég bursta tennurnar, ég þvæ mér um hendurnar. Og já, koddarnir verða að snúa í vissa átt. Opni hlutinn á koddaverinu þarf að vísa yfir á hina hlið rúmsins. Af hverju veit ég ekki”, segir metsöluhöfundurinn Stephen King um sína kvöldrútínu.
Arianna Huffington framkvæmdastjóri Huffington post leggur til að banna alla Ipada, lestrarbretti, fartölvur og önnur raftæki í svefnherginu svo að hægt sé að ná slökun. Í staðinn velur hún að lesa á gamaldags hátt “alvöru bækur”.
Michael Lewis rithöfundur og viðskiptafréttamaður velur að skrifa milli klukkan 7 á kvöldin til klukkan 4 á næturnar. “Ég vil vera með forskot á aðra. Ég hugsa með mér að ég sé að byrja á verkefni morgundagsins, í dag! Næturnar eru mjög friðsamar, engin símtöl, engin truflun. Ég kann vel við tilhugsunina um að enginn sé að reyna að ná í mig”.
Keval Desai fyrrum yfirmaður hjá Google og núverandi eigandi Interwest partners segir að það sé venja hans að vaka lengi. Hann velur að jafnaði eitt verkefni á kvöldi og fer ekki að sofa fyrr en því er lokið. “Ég ver megninu af deginum á fundum og eini tíminn sem að ég get fundið til að vera einn og vinna að einhverju sem krefst einbeitingar er þegar fjölskyldan sefur”.
Kate White fyrrum ritstjóri Cosmo segir að það besta sem hún geri sé að skrifa standandi við eldhúsborðið. “Ef að ég ætti að setjast niður til að skrifa myndi ég sofna. Ég veit að það hljómar furðulega en ég ímynda mér að ég sé á bar á kvöldin, bar af hugmyndum. Og ég hef alltaf sjónvarpið í eldhúsinu á svo að ég verði ekki einmana. Ég drekk líka nokkra espresso á kvöldin, sem hjálpar mér mjög mikið”.
Joel Gascoigne framkvæmdastjóri Buffer labbar í 20 mínútur á hverju kvöldi til að til að kúpla sig frá vinnunni áður en hann fer að sofna. “Þetta er slökunartími sem gerir mér kleift að meta verkefni dagsins, hugsa um næstu markmið, hætta að hugsa um vinnuna og ná að verða þreyttur”.
Kenneth Chenault framkvæmdastjóri American Express skrifar á hverju kvöldi niður þrjú atriði sem hann vill koma í verk daginn eftir. Þetta hjálpar honum til að forgangsraða strax að morgni næsta dags.
Heimild: http://www.businessinsider.com/
Ragna er miðborgarbarn sem elti ástina til útgerðarparadísarinnar Grindavík. Þó að ástin hafi yfirgefið hana hefur hún enn óbilandi trú og áhuga á fólki, ástinni og lífinu og tilverunni.