Súrealískt samstarf söngkonunnar Siu og hinnar 11 ára gömlu Maddie Ziegler sem sýndi stjörnutakta í myndbandinu Chandelier heldur áfram að blómstra, en Sia gaf út myndband nú í vikunni við nýútkomna smáskífu sem ber nafnið Elastic Heart.
Lítill vafi leikur á að hér er eitt af furðulegra og fegurra tónlistarmyndböndum ársins 2015 komið út, en í myndbandinu takast þau Maddie og leikarinn Shia LeBeouf á í undarlegum dansi án orða.
Erfitt er að segja til um hvað nákvæmlega söguþráðurinn fjallar um en þau Maddie Ziegler og Shia LeBeouf tala saman á undarlegu táknmáli og eru útötuð í drullu bæði tvö en hreyfingarnar einar eru svo seiðandi að engu líkara er en að þetta einkennilega tvíeyki líði áfram í draumi:
Tengdar greinar:
11 ára gömul vekur athygli með sturluðum dansi í myndbandi SIA
Grammy 2015: Þessi eru tilnefnd til verðlauna
Ævintýri munaðarleysingjans Annie frumsýnd í febrúar
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.