Lystarstol eða anorexía er sjúkdómur sem einkennist af skorti á matarlyst en orsakir þess eru geðröskun sem leiða til brenglaðrar sjálfsmyndar á þá leið að sjúklingurinn telji sig ranglega vera of þungan eða feitan.
Oft er sjálfsmynd lystarstolssjúklinga brothætt og telja sumir hana ástæðu fyrir því að þeir beini athygli sinni að líkama sínum. Oft er um að ræða tilfinningalegar þarfir sem ekki eru uppfylltar, fjölskyldubönd eru veik, þeir eiga í erfiðleikum með að umgangast aðra og eru vinafáir eða þeir eru í kynferðislegum samböndum sem þeir eru ekki ánægðir í.
Þessar ungu konur á myndunum hér að neðan eiga það sameiginlegt að hafa náð bata frá sjúkdómnum. Þess má geta að það getur tekið mörg ár að ná bata og nauðsynlegt að vera vakandi fyrir einkennunum sem geta komið upp aftur seinna við t.d. álag og streitu.
Smellið á myndirnar hér fyrir neðan til að stækka þær og fletta.