Það er fátt betra en að geta skroppið aðeins frá erlinum og bara verið í kyrrð, nálægt náttúrunni og sjónum, ef það er eitthvað sem heillar þig þá er þetta nákvæmlega það sem þú þarft.
2 nætur á Graystone gistiheimili sem er í Sandgerði.
Gistiheimilið er snyrtilegt og dásamlega fallegt, ekki er verra að þar er ein besta kaffivél á landinu og kaffið bara best!
Gistiheimilið fær framúrskarandi stjörnugjöf á booking.com það segir sitt.
Það sem þú þarft að gera er að setja eitt like á/hun.is
Skrifa ” Graystone gistiheimili”
Deila jóladagatalinu með öðrum og þá ertu komin í pottinn.
Kristín fæddist á nunnuspítala og var skírð á flugvelli í henni Ameríku.
Hún er gift og á þrjú börn og eitt barnabarn. Hún hefur að mestum hlut unnið við að efla fólk og hefur menntað sig á því sviði. Ásamt því að skrifa á hun.is vinnur hún sjálfstætt sem meðferðaraðili.
Elskar að lesa, skrifa og mála en útivist og andleg málefni heilla hana.
Hún skrifar út frá eigin reynslu, faglegu nótunum og kaldhæðnislega um upplifun sína af breytingarskeiði miðaldra kvenna. Með hækkandi aldri hefur hún lært að létta sér lífið sem húsmóðir og gera mat á einfaldan hátt en alveg afbragðsgóðan svo frá henni má sjá uppskriftir að ýmsu góðgæti.
Hennar mottó er jákvæðni út í kosmósið því hún hefur lært af lífinu að jákvæðni kemur manni ansi langt!