Hefur þú nokkru sinni séð 13 hunda og 1 kött snæða saman hátíðarmálsverð við jólaborðið? Ekki við heldur! En starfsmenn Freshpet, sem hefur það að markmiði að stuðla að velferð dýra, eru á þeirri skoðun að dýrin verðskuldi jafn glæst veisluborð og mannfólkið yfir helgasta tíma ársins.
Þannig segir talsmaður Freshpet að þau hafi ákveðið að setja upp glæst veisluborð fyrir þau dýr sem búa í dýraathvörfum í Utah, Bandarikjunum og snúa upp í bráðfyndna jólahugvekju sem á að minna á mikilvægi þess að hlúa að ferfætlingum nú yfir hátiðir.
Hér má sjá matseðilinn sem var lagður á borð fyrir dýrin sem sjá má í myndbandinu, en sjálf jólahugvekjan er bráðsmellin:
Tengdar greinar:
Krúttlegu dýrin sem klúðruðu jólunum
Svona pakkarðu jólakettinum inn fyrir jólin
Rottweiler sem elskar kisuna aðeins of heitt
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.