Það er alltaf gott að fá ráðleggingar, hvort sem það er í sambandi eða á öðrum vettvöngum lífsins. Hér eru nokkur góð ráð sem gott er að tileinka sér.
1. Treystu innsæinu þínu, en ekki láta fyrri sambönd eyðileggja sambandið sem þú ert í núna
Trúðu því þegar maki þinn segir að hann elski þig. Þó að hlutirnir hafi endað illa síðast, þarf það ekki að vera raunin í þessu sambandi.
2. Ekki njósna um maka þinn til þess að vita hvort þú getir treyst honum/henni eða ekki
Það er mikilvægt að gefa maka þínum persónulegt rými. Ekki fara inn á samfélagsmiðla, símtæki hans/hennar til að gá hvað um er að vera þar. Til þess að byggja upp traust, þarf traust.
3. Heilbrigt og ástríkt samband á ekki að valda þér ítrekuðum sársauka
Þú átt ekki stöðugt að vera að reyna að þóknast maka þínum. Þér á að líða eins og þú sért örugg/ur í sambandinu.
4. Ekki bera sambandið þitt saman við það sem þú lest í bókum og sérð í sjónvarpinu Don’t compare your relationship to the stuff you read in books or watch on TV
Ekki bera sambandið þitt saman við samband vina þinna eða pars sem þú sérð í sjónvarpinu. Það er ekki raunhæft og þú munt búa til mjög óraunhæfar væntingar til sjálfs/sjálfrar þín og maka þíns.
5. Mundu, það er EKKI sjálfselska að hugsa um sjálfan sig
Þú verður að láta þér annt um sjálfa/n þig. Það er jafnmikilvægt að hugsa um sjálfan sig og maka þinn.
6. Ekki láta einhvern annan hafa forgang hjá þér, ef þú hefur ekki forgang hjá henni/honum
Ekki setja neinn í forgang ef þú ert bara „valmöguleiki“ hja honum/henni. Berðu virðingu fyrir þér og þínum tíma.
7. Það er allt í lagi að segja nei. Það er allt í lagi að standa með sjálfum/sjálfri sér
Ekki gera hluti sem láta þér líða illa. Stundum er bara allt í lagi að segja NEI.
8. Ef þú ert að leita að sambandi eins og í ævintýri, þá er það aldrei að fara að gerast
Ekkert er fullkomið! Ef þig langar að fá eitthvað sem er fullkomið og þér finnst stöðugt þú þurfa að breyta þér og maka þínum, þá er þetta kannski ekki samband sem mun endast.
9. Hlustaðu á innsæið og ekki horfa framhjá viðvörunarmerkjunum
Hlustaðu alltaf á innsæið þitt. Treystu sjálfum/sjálfri þér og fylgstu með viðvörunarmerkjunum.
10. Ekki tala bara, framkvæmdu
Falleg orð eru einskis virði ef það er ekkert á bakvið þau. Mundu að þú átt skilið að láta koma vel fram við þig.
11. Það verður alltaf til fólk sem hefur eitthvað neikvætt um þig og maka þinn að segja
Ekki hlusta á það sem aðrir hafa um ykkur að segja og ykkar samband. Ef þú ert hamingjusöm/samur þá er það, það eina sem skiptir máli.
12. Þú getur elskað oftar en einu sinni
Það er allt í lagi að hætta saman og vera særður. Mundu að þú munt finna ástina á ný. Haltu í jákvæðnina og mundu að þú átt allt það besta skilið.
13. Það er allt í góðu að vilja vera í sambandi, en reyndu að verja ekki of miklum tíma í að stressa þig á því vera ekki gengin út
Það er ekkert til að skammast sín fyrir, að vilja vera í sambandi. Reyndu bara að fá það ekki á heilann. Njóttu þess að einbeita þér að þér, fjölskyldunni og vinunum.
Heimildir: womendailymagazine