14 ára gömul stúlka segir sögu sína: „Kynferðisleg misnotkun byrjaði þegar ég var 8 ára“

Ritstjórn hun.is barst eftirfarandi bréf frá 14 ára gamalli stúlku sem vill ekki láta nafns síns getið. Við verðum að sjálfsögðu við beiðninni um að birta bréfið en hvetjum öll fórnalömb kynferðislegs ofbeldis til að leita sér aðstoðar hjá réttum fagaðilum.

Hæ hæ, ég er ung stelpa sem hef þurft að þola kynferðislegt ofbeldi og misnotkun. Ég var 8 ára gömul í fyrsta skiptið. Ég man eftir því að hafa verið að leika mér með ,,vinum“ mínum þegar þeir komu til mín og sögðu ,,koddu inní herbergi við ætlum að sýna þér nýjan leik sem er miklu skemmtilegri“ og ég elti þá að sjálfsögðu. Þeir sögðu mér að leggjast á bakið í rúminu sem ég gerði. Annar þeirra byrjaði að klæða sig úr og hinn klæddi mig úr öllu nema nærbuxunum, ég varð smeyk og ætlaði að standa upp þegar hann ýtti mér aftur niður. ,,Ekki fara við erum ekki búin.“ 10 ára strákur á ekki að hafa þennan orðaforða. Hann byrjaði að rúnka sér fyrir framan mig og setti hann síðan upp í mig og afsakið talmátann, en hann lét mig totta sig. Síðan fór hinn strákurinn með hendina inn á nærbuxurnar mínar á meðan. Ég fraus og gat ekkert gert. Hann tók buxurnar niður og byrjaði að ,,leika“ eitthvað við mig. Stuttu síðar fór hann fram og skildi okkur hin eftir inn í herbergi, ég ennþá að totta hann þegar hann stendur upp af mér og kemur svo aftur upp í rúmið og heldur mér niðri á meðan hann káfar á mér og reynir eitthvað að troða typpinu sínu inn en hafði ekki alveg þroska til að kunna það. Þetta er lítill hlutur sem hefur stórar afleiðingar. Þá á ég við mjög stórar.

Ég lokaði á þetta þangað til þetta kom aftur upp á yfirborðið fyrir þremur árum síðan, á meðan þagði ég og byrgði þetta inn í mér. Ég man alltaf eftir tímabilinu sem ég brotnaði algjörlega. Ég var byrjuð að skera mig, hætt að borða, byrjuð að loka mig af og margt annað. Síðan í 9. bekk hafði ég dregist rosalega niður um sumarið og mætti alltaf ónýt í skólann. Ég grét í kvíðaköstum inni á klósetti í hverjum einustu frímínútum. Ég naut þess ekki að lifa. Þá byrjaði ég að reykja sem er ekkert svakalegur hlutur, en já mér fannst það hjálpa kvíðanum mínum sem er náttúrulega bara kjaftæði. Svo byrjaði þessi óstjórnlega drykkja sem fór út í kannabis þangað sem leiðin lá út í ýmis harðari efni.

Sjálfsvirðingin mín hvarf bókstaflega. Ég byrjaði að stunda kynlíf til þess eins að særa mig. Ég er ennþá að vinna í mínum vandamálum og sektarkenndin er svakaleg. Ég fæ annað kastið tilfinningu þar sem mér finnst ég vera rosalega notuð. Ég tek svo svakaleg þunglyndisköst að ég þríf mig ekki í 2-3 vikur. Ég komst samt bara að því fyrst núna í kvöld að það er best að tala um vandamálin og gerði mér grein fyrir því að þetta er EKKI mér að kenna. Ég opnaði mig í fyrsta skiptið um þetta áðan og ég get varla lýst því hvað það var sárt en mér líður svo vel núna. Þögnin er ekki lausnin og ég gerði mér grein fyrir því fyrir svona tveimur klukkutímum síðan hvað þessir hlutir og eineltið sem ég hef orðið fyrir í skólanum hafa gert mér margt.

Ég vona bara að þetta hjálpi öðrum fórnarlömbum kynferðisofbeldis að opna sig og fatta að þetta er ekki þeim að kenna.

Takk fyrir að lesa.

tár

SHARE