14 ára stúlku í Indlandi nauðgað og hvers vegna?

Ungur maður frá þorpinu Jharkhand á Indlandi var sakaður um að hafa áreitt gifta konu kynferðislega og sem refsingu ákvað leiðtogi þorpsins að 14 ára systur brotamannsins skyldi nauðgað.

 

Sá sem framfylgdi nauðguninni var eiginmaður konunnar sem áreitt var af bróður stúlkunnar og horfðu þorpsbúar á þegar saklausri stúlkunni var nauðgað.

 

Landslög banna “auga fyrir  auga” refsingar gegn konum en þorpsstjórar víðs vegar í landinu skipa þrátt fyrir það, oft fyrir þess konar refsingum.

 

Talsmaður samtakanna All India Progressive Women´s Assocoation, Kavita Krishnan, segir að nauðganir sem refsing sé gamal-gróið í þorpum víðs vegar um landið þó svo nauðganir í Indlandi séu ólöglegar.

 

Litið er á konur í Indlandi sem eign annara og því er ekki litið á að verið sé að refsa þeim heldur er verið að refsa mönnunum sem þær tilheyra. Sem dæmi má nefna að þegar dóttur er nauðgað er hún ekki lengur “hrein” og situr þá faðirinn uppi með hana því enginn vill “óhreina” konu sem brúði sína. Ef konan er hins vegar gift missir maðurinn hennar heiður sinn við það að konu hans er nauðgað.

 

Krishnan segir einnig:

“Ef þú vilt skaða eiginmann, faðir eða samfélagið nauðgarðu konu til að koma skilaboðunum “Ég er að óhreinka eign þína” til skila”

 

Það getur verið mjög erfitt fyrir konur að eiga við réttarkerfið á Indlandi þegar kemur að nauðgunarmálum. Samkvæmt núgildandi regluverki geta menn sagt að konan hafi gefið samþykki sitt fyrir samræðinu eingöngu með því að leggja fram sannanir um að hún sé léttúðug.

 

Krishnan vill að stjórnvöld taki betur í taumana. Indland hefur tekið framförum í þessum efnum og hafa kvenréttindasinnar náð að breyta því hvernig Indverska þjóðin lítur á nauðganir. Í dag geta nauðgarar átt yfir höfði sér dauðarefsingu ef fórnarlömb þeirra látast eða enda heiladauð í kjölfar nauðgunaninnar.

SHARE