14 bráðsniðug ráð fyrir alla foreldra – Myndir

Hér má finna nokkur snilldarráð fyrir alla foreldra.

Gerðu heimilisstörfin að skemmtilegum leik, þá eru börnin viljugri að hjálpa til.

Teiknaðu fætur barnanna á blað ásamt stærðum, þá þurfa þau ekki með í skóbúðina.

Hjálpaðu öðrum (og þér?) að þekkja tvíburana í sundur með þessum krúttlegu bolum.

Notaðu skóhengi í bílnum til að geyma dót og nesti í, sérstaklega gott fyrir lengri ferðir.

Tóma krembrúsa má nota sem krana-framlengingu fyrir litlar hendur.

Stingið gati á túttuna á snuði og stingið dropateljara í til að gera meðalinntöku þolanlegri.

Stingið snuði í ísmolabox með vatni í og frystið, upplagt fyrir tanntöku.

Hárspenna er sniðug til að halda hlýrum á bolum á sínum stað.

Bindið teppi yfir borð til að útbúa hengirúm fyrir börnin.

Pappaspjald/kassa má nota til að útbúa rennibraut í stiganum.

Til að koma í veg fyrir krummafót má klippa flottan límmiða í tvennt og líma innan í skóna.

Notaðu gamalt dvd hulstur fyrir blöð og liti til afþreyingar.

Smá lím og glimmer breytir peningum í “tannálfspeninga”.

Ef þau langar að spila tölvuleik með þér, láttu þau hafa ótengdan stýripinna.

SHARE