Ég elska að skoða myndir af agnarsmáum heimilum. Það er svo afskaplega fullnægjandi að sjá myndir af listilegu skipulagi. Sjá hvað maður á sjálfur óþarflega mikið af allskonar drasli sem fyllir hvern krók og kima. Bara innihaldið í ruslakommóðunni minni myndi fylla fjórtán fermetra.
Já, ég er með ruslakommóðu – ein ruslaskúffa nægir ekki. Ég hendi nefnilega aldrei neinu. Ég gæti jú þurft að nota suma hluti seinna. Alveg bráðnauðsynlega.
Hérna er um að ræða 14 fermetra heimili á hjólum í eigu hjóna í Colarado.
Tengdar greinar:
17 pínulítil og stórskemmtileg baðherbergi
Litlum skáp breytt í barnaherbergi
Smart tveggja herbergja íbúð í Arizona – Sjáðu myndirnar
Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.