14 Frægustu fangahúðflúr í heimi

#1 A.C.A.B.

ACAB er húðflúr sem finnst oft á breskum föngum. Það þýðir “Allar löggur eru fávitar” (All cops are bastards)

Sumir fangar segja að það standi í raun fyrir “Always carry a bible” eða hafðu alltaf biblíu á þér. En það er þó sagt að það sé bara fólk sem sér eftir ákvörðunum sínum eða eru að reyna að koma vel fyrir. Þetta er þægilegt fyrir bresku lögregluna þar sem allir fangar virðast merkja sig sjálfir.

 

#2 Kross á brjóskassanum (í Rússlandi)

Í Rússlandi þýðir kross á bringunni prins þjófanna í fangelsismenningunni. Sá sem ber þetta húðflúr er efstur í goggunarröðinni og það er algengt að aðalmennirnir í mafíunni beri þetta húðflúr.

Fangar í Rússlandi eru með eina mestu tattúmenningu í heiminum. Það er til fjöldinn allur af rússneskum húðflúrum til sem öll hafa sína sérstöku merkingu. Til dæmis mun maður sem hefur húðflúrað stjörnu á hné sín ekki hlýða neinu yfirvaldi. Maður með tígrisdýr á bringunni er ofbeldisfullur gagnvart lögreglunni. Vefur með kóngulóm merkir eiturlyfjafíkn. Bjöllur merkja frelsi en rósir ónýt æska. Listinn er endalaust langur!

#3 EWMN

EWMN stendur fyrir ‘Evil, Wicked, Mean, Nasty.’ þetta húðflúr er ekki tengt sérstakri fangelsisklíku en er einfaldlega bara lýsing á mörgum föngum, í það minnsta kjósa þeir að lýsa sjálfum sér með þessum orðum.

Saga hnúahúðflúra er löng. Húðflúrin urðu fyrst vinsæl eftir að myndin “The night of the hunter” kom út árið 1955. Í myndinni leikur Robert Mitchhum siðblindan prest með orðin ást og hatur húðflúruð á hnúa sína. Margir glæpamenn sem líta upp til persónunnar í myndinni eru með ást og hatur húðflúrað á hnúana en nú eru líka margir sem húðflúra rokk og ról eða annað á hnúa sína. Hnúahúðflúr eru algeng í dag og það eru ekki einungis glæpamenn sem bera þau. Það gæti þó verið að þeir séu atvinnulausir.

#4 spil

Spil húðfúrað á fanga þýðir oftast fangi sem finnst gaman að spila, jafnvel spilafíkill. Þetta á bæði við mann sem er mikið fyrir áhættuspil eða svona almennt – fangi sem lítur á lífið eins og áhættuspil.

Í rússneskum fangelsum hefur hvert spil ákveðna merkingu. Spaðinn merkir þjófur. Tígullinn merkir bara fanga almennt. Tígullinn þýðir að þú sért uppljóstrari, þetta húðflúr er oftast sett á fanga gegn þeirra vilja. Hjartað þýðir svo að þú sért að leita þér að ástarsambandi innan veggja fangelsis. Þetta húðflúr er líka oftast sett á fanga gegn þeirra vilja.

#5 MS 13

MS 13 er gengið Mara Salvatrucha frá El Salvador. Þegar þú sérð fanga með þetta húðflúr er hann í klíkunni. Þessi húðflúr geta verið hvar sem er á líkamanum en það er algengt að meðlimir klíkunnar setji húðflúrið á áberandi stað, eins og andlitið, hálsinn eða hendurnar.

La Mara Salvatrucha var upprunalega bara í Los Angeles og stofnuð af innflytjendum frá El Salvador. Nú eru meðlimir klíkunnar staðsettir í flestum fylkjum í Bandaríkjunum og líka í Kanada. Klíkan hefur yfir 70.000 meðlimi og eru þekktir sem ein ofbeldisfulla klíka í Ameríku. Ólöglegt athæfi þeirra er allt frá því að selja dóp og börn sem kynlífsþræla.

#6 La Eme

“La Eme” eða ‘M – ið’ er merki mexíkósku mafíunnar. Mexíkaska mafían er ein stærsta og ofbeldisfullasta klíka sem þú finnur í Bandaríkjunum. Mexíkasta klíkan er í samstarfi með Aría bræðrunum, sem er önnur klíka.

Mexíkóska mafían er ein áhrifamesta klíkan í fangelsiskerfinu í Bandaríkjunum. Klíkan á ekki uppruna sinn í Mexíkó heldur í amerískum fangelsum af föngum ættuðum  frá Mexíkó.

#7 Norteño

Norteño húðflúrin tákna Neustra sem er fjölskylduklíka. Helstu merki þeirra eru bókstafurinn N eða talan 14, sem merkir 14 stafinn í stafrófi þeirra, N. Óvinir þeirra innan veggja fangelsisins eru Mexíkóska mafían. Þeir eru oftast með rauða höfuðklúta.

#8 Aría bræðralagið

Aría bræðralagið er ein stærsta klíkan í amerískum fangelsum. Þeir eru einungis 1% af fjöldanum en bera ábyrgð á 20% morða í amerískum fangelsum. Þeir húðflúra oftast á sig stafina AB eða nasistamerki eins og SS.

Það er í raun hægt að útskýra það af hverju fólk fór að flokka sig eftir kynþátti í fangelsum. Allt fram að árinu 1960 voru fangar flokkaðir eftir kynþátti þannig að klíkur eins og Aría bræðralagið mynduðust. Aría bræðralagið eru með ýmsa ólöglega starfsemi svosem eiturlyfjasmygl, vændissölu á föngum og leigumorð.

#9 Klukkan með enga vísa

Húðflúr með klukku sem vantar “hendurnar” eða vísana er algent fangahúðflúr. Það þýðir “að sitja inni” og það þýðir að þú hafir setið inni lengi.

Fangar horfa öðrum augum á tímann, sérstaklega þeir sem sitja lengi inni. Föngum finnst tíminn í raun ekki skipta neinu máli, og merkja lítið, það er það sem þetta húðflúr þýðir. Fangar velja oft að telja ekki dagana sem þeir sitja inni.

#10 Fimm punktar

Ekki rugla þessu saman við þriggja punkta húðflúrið. 5 punktarnir þýða að þú hafir afplánað fangelsisvist. 4 punktarnir utan um innsta punktinn þýða fangelsisveggir, og punkturinn inn í þeim merkir fangann.

5 punktarnir er alþjóðlegt fangelsishúðflúr. Það er algengt meðal evrópskra og amerískra fanga. Oftast er húðflúrið haft á hendi fangans á milli þumalsins og vísifingurs. 5 punktar á öðrum stað á líkamanum geta haft aðra þýðingu.

#11 Þrír punktar

3 punktar er líka algengt fangahúðflúr sem merkir “mi vida loca” eða klikkaða lífið mitt. Það merkir enga sérstaka klíku en frekar klíku lífstíl. Það er oftast á höndum eða í kringum augun.

#12 Fimm punkta kórónan

Gullna kórónan getur virst vera skemmtilegt og fallegt húðflúr en ef kórónan er með fimm punkta eða fimm stig er það fanga húðflúr. Fimm punkta kórónan er aðal merki suður amerísku kónganna, sem er klíka.

Suður-amerísku kóngarnir eru ein stærsta suður-ameríska klíka í Bandaríkjunum. Þeir eru aðallega í borginni Chicago.

#13 Tár

Eitt frægasta fangahúðflúr í heimi er tárið. Það er þó misjafnt eftir landshlutum hvað húðflúrið merkir hverju sinni. Sums staðar þýðir tárið langur afplánunartími. Annarsstaðar þýðir tárið að fanginn hafi framið morð.

Stundum er tárdropinn tómur, það þýðir að fanginn hafi reynt að myrða en ekki tekist, að einn vina fangans hafi verið drepinn og fanginn ætli að hefna sín. Rapparar og aðrir þekktir einstaklingar hafa gert það að verkum að tárið er orðið vinsælt húðflúr, það hefur leitt til þess að menn sem hafa ekki setið inni eruað fá sér fangahúðflúr í þeim tilgangi að líta út fyrir að vera harðir. Það er samt ágætt að passa sig vel á þessu vegna þess að ef þú smellir á þig fangahúðflúri og lendir svo í fangelsi verður þú ekki vinsæl ef að húðflúrið á ekki við þig! það er nokkuð ljóst að aðrir fangar munu ekki taka vel í fólk sem fær sér fangahúðflúr upp á djókið.

#14 Kóngulóarvefur

Kóngulóarvefur er orðið mjög vinsælt húðflúr í dag hjá allskonar fólki, ekki bara föngum. En kóngulóarvefur er svo sannarlega fangahúðflúr. Fangar fá sér kóngulóarvef sem á að merkja langur tími í fangelsi.

Merking vefsins er tengt því að  kóngulær lokka fæðu sína í vefinn sinn og þegar fangar húðflúra á sig kóngulóarvef merkir það að fanginn sé fastur í fangelsi. Þetta húðflúr er oft á olnboganum og það merkir olnboga sem hafa eytt löngum tíma á borði. Fangar setja þetta húðflúr einnig oft á hálsinn. Ef húðflúrið er í lit er það líklega ekki fangatattú, húðflúrarar í fangelsum hafa mjög sjaldan aðgang að lituðu bleki.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here