14 leiðir til að léttast hratt!

Nú eru margir að jafna sig eftir hátíðarnar finnst þeir jafnvel hafa borðað ALLTOF mikið og sjá eftir því að hafa leyft sér allt um jólin. EKKI GERA ÞAÐ! Jólin eru til þess að leyfa sér og njóta, það er bara jákvætt og við eigum það öll skilið endrum og eins.

Það er hinsvegar allt í lagi að fara að hugsa um heilsuna núna og margir áreiðanlega staðráðnir í því að borða hollt núna og ná af sér einhverjum aukakílóum og aðrir ætla sér að styrkja sig og vilja jafnvel bæta á sig nokkrum kílóum.

Fyrir ykkur sem viljið létta ykkur eru hér nokkur ráð sem Health.com birti hjá sér og við viljum deila með ykkur. Þetta eru ráð frá einstaklingum sem hafa reynslu af því að losa sig við kílóin, svo það hlýtur að vera eitthvað að marka þetta. Auðvitað viljum við öll að þyngdartapið taki sem skemmstan tíma

1. Borðaðu heimawoman-blending-fruit-20501331-400x400

„Einu sinni borðaði ég alltof í viku á veitingastöðum. Núna leyfi ég mér það bara einu sinni í viku og þá panta ég mér kjúklingasalat frekar en pasta og á einum mánuði hef ég lést um rúm 9 kg.“ —Kerri Butler, Joplin, MO

2. Ekki hafa snakk og nammi í matarinnkaupunum

„Ég náði að létta mig bara með því einu að hætta að kaupa snakk og aðrar saltar vörur og sætindi í matvöruversluninni. Þegar ég var svo heima á kvöldin og langaði í eitthvað svona, þá var það ekki til og ég hefði þurft að labba út í búð til að kaupa það. Það fékk mig til þess að sleppa þessu bara alfarið.“—Heather Del Baso, Worcester, MA

3. Borðaðu 300 kaloríur í morgunmat

„Einu sinni borðaði ég aldrei morgunmat en núna sleppi ég honum aldrei. Ég borða alltaf um 300 kaloríur á morgnana, sem samanstanda af próteini og trefjum. Á einu ári hef ég misst 29 kílógrömm.“ —Bo Hale, Tulsa, OK

4. Taktu fimm mínútna æfingar

„Ég reyni að taka stuttar æfingalotur í hvert skipti sem ég hef tíma. Til dæmis tek ég magaæfingar í auglýsingarhléum í sjónvarpinu og dansa meðan ég er að vaska upp. Með þessu brenni ég auka hitaeiningum og þetta heldur mér frá hugsunalausu áti fyrir framan sjónvarpið. Fötin mín passa betur á mig og ég er stinnari en nokkru sinni fyrr.“ Megan Tiscareno, Hammond, IN

5. Hættu ósiðunum

„Ég hætti að reykja og fór strax af stað í ræktina og fékk mér einkaþjálfara. Það var ekki séns að ég gæti lifað heilbrigðu lífi og stundað líkamsrækt ef ég var alltaf að kveikja mér í sígarettu inn á milli. Ég hef misst tæp 17 kíló á þremur mánuðum.“ —Leila Fathi, Memphis, TN

6. Hreinsaðu til í skápunumpantry-piles-junkfood-400x400

„Ég fór í gegnum skápana í eldhúsinu hjá mér og skipti út þeim matvælum sem ég var vön af fara offari í. Til dæmis skipti ég út rjómaísnum fyrir ristuð sólblómafræ og Special K Chocolatey Delight cereal. Þá fór ég að taka betri ákvarðanir sjálfkrafa. Í dag er ég léttari en áður en ég átti börnin mín tvö.“ —Lori Feldman, Coconut Creek, FL

7. Breyttu rútínunum

„Það var vani hjá mér og vinnufélögunum að fara eftir vinnu og fá okkur eitthvað að borða saman og maturinn sem varð fyrir valinu var oftast djúpsteiktur. Svo ákváðum við að breyta þessu og fórum í staðinn út að ganga eða hlaupa eftir vinnu, rétt hjá vinnustaðnum. Ári síðar er ég búin að léttast um 18 kíló.“—Ellen Setzer, Cleveland, OH

8. Hafðu þetta skemmtilegt

„Ég fyllti iPodinn minn með lögum sem fá mig til þess að hlakka til þess að fara í ræktina. Þau fylla mig að krafti og mig langar sífellt að fara hraðar og langar að klára allan lagalistann svo æfingarnar mínar taka lengri tíma núna. Tveimur mánuðum síðar er ég 6 kílóum léttari og með geðveika fótleggi!“ —Kara Marshall, York, ME

9. Borðaðu grænmeti

„Með því að bæta grænmeti við mat  sem ég elska, eins og að borða pizzu með klettasalati og papriku í stað pepperoni. Ég varð södd mjög hratt að ég hafði ekki lengur pláss fyrir hluti eins og kartöfluflögur og fitandi eftirrétti. Nú er ég komin niður um 4 fatastærðir.“-Janessa Mondestin, New York City, NY

10. Hlauptu

„Mig langaði að passa aftur í gallabuxurnar mínar. Ég byrjaði að hlaupa í 20 mínútur á dag í hádegishlénu mínu. Á tveimur mánuðum hef ég lést um 9 kíló og er ótrúlega orkumikil. Þessar gallabuxur eru meira að segja orðnar of stórar á mig núna!“—Lauren Castor, Anniston, AL

11. Jógadownward-dog-red-20501331-400x400

„Jóga er það besta sem ég hef upplifað þegar kemur að sambandi mínu við mat. Nú stunda ég jóga nokkrum sinnum í viku og ég er mun meðvitaðri um líkama minn og hungurtilfinninguna. Ég borða betur og borða ekki of mikið. Ég er komin niður um eina fatastærð og appelsínuhúðin mín er farin.“ —Jessica Nicklos, Morgantown, WV

12. Ekki stækka máltíðina

„Áður fyrr þegar ég fór út að kaupa mér skyndibita var ég vön að stækka máltíðina. Núna, ef ég fæ löngun í skyndibita, panta ég mér bara eitthvað eitt, lítinn skammt af frönskum eða einn skammt af nöggum. Nú þegar hef ég losnað við 7 kíló á sjö vikum og ég er að verða grennri en þegar ég var í framhaldsskóla, en það er 10 ára „ríjúníon“ á þessu ári svo það er ekki leiðinlegt.“ —Miranda Jarrell, Birmingham, AL

13. Prófaðu nýjan tíma

„Fyrir tveimur mánuðum fór ég að stunda Zumba tvisvar í viku. Danssporin eru villt og tóna vöðvana svakalega, sérstaklega fótleggina og magavöðvana og svo fer hjartað að slá hraðar og brennslan fer í gang. Ég hef losað mig við tæp 5 kíló á þessum tveimur mánuðum og ég er að ná markmiðinu mínu.“ —Morgan Howe, Rochester, NY

14. Ekki borða á kvöldinmother-fridge-diving-400x400

„Þegar ég hef verið að grenna mig eftir barnsburð þá hef ég sett það sem reglu að borða ekki eftir kl hálfsjö á kvöldin á virkum dögum. Um helgar hef ég leyft mér það að fá mér eitthvað nasl með sjónvarpinu. Það hefur tekið mig um 2 mánuði að fá líkamann minn í svipað horf og fyrir barnsburð.“ —Deborah Gilboa, Pittsburgh, PA

 

 

SHARE