Halloween er rétt handan við hornið; verslanir eru teknar að setja fram marglita búninga og ófáir förðunarfræðingar teknir að skerpa burstana fyrir kvöldið, sem verður haldið hátíðlegt víða um heim þann 31 október nk.
Kannski ekki allir búi yfir nægri lagni til að geta skeytt saman við búning á borð við þennan hér, en dagurinn er hins vegar helgaður hinum dauðu og því ekki nema von að útlitið geti tekið á sig hryllilega mynd:
Vefurinn er sneisafullur af hugmyndum og fyrirsagnir á borð við „Hugmyndir að Halloween sminki” eru teknar að birtast. Á Buzzfeed er að finna óhugnarlegt myndasafn sem inniheldur nokkrar vel valdar tillögur að viðurstyggilegri förðun sem ætlað er að heiðra dag hinna dauðu, eins og þemað gefur til kynna.
Við tókum nokkrar þeirra saman og birtum hér en upprunalegu greinina má sjá HÉR:
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.