Alla dreymir og það jafnvel marga drauma sömu nóttina. Langflestir draumarnir gleymast og því virðist hugurinn ekki festa þá í langtímaminninu, þeir hverfa án þess að nokkuð sé eftir sem minnir á þá. Einstöku draumur virðist sterkari en aðrir og ef dreymandinn verður ekki fyrir truflun í svefnrofunum situr þessi draumur eftir um örskotsstund.
Hér eru nokkrar áhugaverðar staðreyndir um drauma:
1) Þú gleymir 90% af því sem að þig dreymir.
Innan við 5 mínútum eftir að þú vaknar ertu búinn að gleyma helmingnum af því sem þig dreymdi. Innan tíu mínútna 90% af draumnum.
2) Blinda dreymir líka.
Einstaklingar sem verða blindir eftir fæðingu geta séð myndir í draumum sínum. Einstaklingar sem fæðast blindir sjá ekki myndir, en dreymir jafnskýrt tengt öðrum skynfærum: hljóði, lykt, snertingu og tilfinningum.
3) Alla dreymir.
Alla einstaklinga dreymir (fyrir utan tilvik þar sem um er að ræða sálfræðilega röskun).
Ef að þú heldur að þig dreymi aldrei þýðir það að þú gleymir öllum draumum.
4) Í draumi sjáum við bara andlit sem við þekkjum.
Hugur okkar býr ekki til andlit, í draumum okkar sjáum við aðeins andlit fólks sem við höfum séð áður í lífi okkar hvort sem að við þekkjum viðkomandi ekkert eða munum ekki eftir honum. Við höfum öll séð hundruð, þúsundir andlita í lífi okkar, þannig að við eigum endalaust magn af andlitum (karakterum) fyrir heilann á okkur til að nota í draumum okkar.
5) Það dreymir ekki alla í lit.
Um 12% af þeim sem eru með sjón dreymir í svart/hvítu. Hinir dreyma í lit. Rannsóknir frá 1915 til 1950 héldu því fram að flesta dreymdi í svart/hvítu en upp úr 1960 fóru niðurstöður að sýna annað. Í dag dreymir aðeins um það bil 4,4% einstaklinga undir 25 aldri í svart/hvítu. Nýlegar rannsóknir sýna að breytingar á niðurstöðum megi tengja því að sjónvarp breyttist úr svart/hvítu yfir í lit.
6) Draumar eru táknrænir.
Ef að þig dreymir um ákveðið efni þá er draumurinn yfirleitt ekki um það. Draumar eru mjög táknrænir. Hvaða efni/tákn sem draumurinn þinn velur þá er hann sjaldnast tákn fyrir það sjálft, heldur eitthvað allt annað.
7) Tilfinningar.
Kvíði er algengasta tilfinningin sem fólk upplifir í draumi. Neikvæðar tilfinningar eru algengari en jákvæðar.
8) Þig getur dreymt fjóra til sjö drauma á hverri nóttu.
Að meðaltali dreymir þig í 1-2 klst. á hverri nóttu.
9) Dýr dreymir líka.
Rannsóknir hafa verið gerðar á mörgum dýrategundum og þær sýna allar sömu heilabylgjur og hjá mönnum þegar þá dreymir. Horfðu á hund sofa. Fæturnir hreyfast eins og hann sé að hlaupa og hann gefur frá sér hljóð líkt og hann sé að elta einhvern í svefninum.
10) Líkamslömun.
REM-svefn (rapid-eye-movement). Þegar við sofnum á kvöldin förum við yfirleitt í grunnan NREM-svefn. Þessi svefn skiptist síðan í fjögur stig, þar sem það fjórða er dýpst. NREM-svefninn nær yfirleitt yfir 75-80% af svefntímanum en það sem eftir stendur er REM-svefn. Í honum eru vöðvarnir enn slakari en í NREM-svefni, öndunin verður dýpri og hraðari og að auki einkennist REM-svefninn af hröðum augnhreyfingum sem svefninn dregur nafn sitt af. REM svefn hjá fullorðnum er yfirleitt 20-25% svefntímans, um 90-120 mínútur.
Á meðan á REM svefni stendur er líkaminn lamaður til að koma í veg fyrir að við hreyfum okkur eftir þeim hreyfingum sem okkur er að dreyma. Ef við vöknum rétt eftir REM-svefn eða erum vakin af honum, þá munum við yfirleitt hvað okkur var að dreyma.
11) Raunveruleikinn felldur inn í drauma.
Hugur okkar skynjar utanaðkomandi áreiti á meðan við sofum og fellir það inn í drauma okkar. Þetta þýðir að stundum þegar við sofum þá heyrum við utanaðkomandi hljóð og fellum það inn í drauminn. Til dæmis getur þig dreymt að þú sért á tónleikum ef að systkini þitt er að spila á gítar á meðan þú sefur.
12) Konur og karla dreymir á mismunandi hátt.
Karlmenn dreymir venjulega meira um aðra karlmenn. Um 70% af fólki í draumi karlmanns eru aðrir karlmenn. Í draumum kvenna er kynjahlutfallið næstum jafnt. Karlmenn stríða einnig við sterkari tilfinningar en konur í draumum sínum.
13) Fyrirboðar í draumum.
Niðurstöður nokkurra rannsókna hjá fjölmennum þjóðum sýna að 18-38% einstaklinga hafa dreymt að minnsta kosti einn draum sem fyrirboða atburðar og 70% hafa upplifað déjà vu. Hlutfall þeirra sem telja að draumafyrirboðar séu til er hærra eða 63-98%
14) Ef að þú hrýtur þá getur þig ekki dreymt.
Þetta virðist algengt álit en engin rannsókn hefur verið gerð sem staðfestir þetta.
15) Þú getur fengið fullnægingu í draumi.
Þú getur notið kynlífs í svefni sem er jafn fullnægjandi og í raunveruleikanum og þú getur einnig fengið fullnægingu sem er jafngóð og raunveruleg. Tilfinningin í draumi eins og snerting, ánægja og svo frv. getur verið jafnfullnægjandi og sterk eins og tilfinningar í raunveruleikanum.
Ragna er miðborgarbarn sem elti ástina til útgerðarparadísarinnar Grindavík. Þó að ástin hafi yfirgefið hana hefur hún enn óbilandi trú og áhuga á fólki, ástinni og lífinu og tilverunni.