Það er rosalega hressandi að lesa fréttir af 15 ára barnapíu. Barnapíu sem þénar margföld árslaun manns. Og það bara á ári hverju. Noa Mintz er, eins og áður sagði, aðeins 15 ára gömul. Hún rekur sitt eigið barngæslufyrirtæki, Nannies by Noa.
Hjá henni vinna 25 barnapíur í fullu starfi og 50 manns í heildina. Fyrirtækið hefur verið í svo örum vexti undanfarið að Noa þurfti að ráða inn framkvæmdastjóra – af því að hún er jú ennþá í barnaskóla og getur ekki sinnt fyrirtæki sínu 100% á meðan.
Aðspurð segist Noa ekki hafa miklar áhyggjur af skólagöngu sinni, henni hafi aldrei gengið neitt sérstaklega vel í skóla og telur hún nám ekki vera það sem þurfi til þess að standa sig úti í hinum stóra heimi. Hún hyggst stofna annað fyrirtæki fljótlega.
Tengdar greinar:
10 öflugar tilvitnanir í ósigrandi konur – Myndir
Kimye og Kardashian stórveldið
Brjálæðislega sterk stúlka rúllar upp ræktinni
Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.