15 nauðsynleg vítamín fyrir konur

Vítamín eru nauðsynleg fyrir líkama þinn til að starfa eðlilega. Að fá ráðlagðan dagskammt af vítamínum getur komið í veg fyrir ákveðna sjúkdóma, hjálpað fólki með hjartasjúkdóma, hátt kólestról, augn- og húðsjúkdóma.

Sum vítamín eru góð bæði fyrir karla og konur en líkami kvenna hefur aðeins öðruvísi þarfir þegar kemur að nauðsynlegum næringarefnum. Við fáum mest af vítamínunum sem við þurfum í gegnum fæðuna okkar en stundum þurfum við fæðubótarefni til að fá öll vítamín sem við þurfum.

Mikilvægustu vítamín fyrir konur

Hér eru 15 mikilvægustu vítamín sem konur þurfa til að líkaminn virki eðlilega

  • A-vítamín
  • B1-Vítamín (þíamín)
  • B2-vítamín (ríbóflavín)
  • B3-vítamín (níasín)
  • B6-vítamín
  • B12-vítamín
  • C-vítamín
  • D-vítamín
  • E-vítamín
  • K-vítamín
  • bíótín
  • pantóþensýra
  • fólat
  • kólín

Mörg vítamín hafa suma sömu kosti, t.d. eru bæði A og C vítamín góð fyrir tannheilsu og mjúka vefi. B-vítamín auka framleiðslu rauðra blóðkorna og hjálpa til við efnaskiptin.

Sum vítamín eru afar mikilvæg fyrir starfsemi líkamans eins og D-vítamín. D-vítamín hjálpa líkamanum að taka upp og halda í rétt magn af kalsíum. K-vítamín hjálpa til við blóðstorknun.

Hér er listi yfir matvæli sem þú getur borðað til að fá ákveðin vítamín.
A-vítamín: Kantalópa, apríkósur, eggjarauða
B1-Vítamín  (þíamín): magurt kjöt, hnetur og fræ, heilkorn
B2-vítamín (ríbóflavín): mjólk og aðrar mjólkurafurðir, grænt grænmeti
B3-vítamín (níasín): belgjurtir, fiskur, alifuglar
B6-vítamín: avókadó, banani, hnetur
Vítamín B12: skelfiskur, egg, mjólk
C-Vítamín: sítrusávextir, jarðarber, rósakál
D-vítamín: feitur fiskur s.s. lax, vítamínbætt mjólk og mjólkurvörur
E-vítamín: mangó, aspas, jurtaolíur
K-vítamín: blómkál, grænkál, nautakjöt
Bíótín: svínakjöt, hnetur, súkkulaði
Pantóþensýru: spergilkál, sætar og hvítar kartöflur, sveppir
Fólínsýru: rauðrófur, linsubaunir, hnetusmjör
Kólín: egg, kjöt, fisk

 

Það getur verið að þú ættir að taka inn fjölvítamín fyrir konur og þá geturðu verið viss um að fá sem mest af þeim vítamínum sem þú þarft.

 

Heimildir: Womendailymagazine.com

 

SHARE