Stelpurnar á Nudemagazine tóku saman 15 tískublogg sem vert er að fylgjast með.
Zanita
Ástralska fyrirsætan Zanita ákvað að gerast tískubloggari og ljósmyndari þegar fyrirsætuferillinn leið undir lok. Hún ferðast nú um allan heim og bloggar um tísku.
Rachel et Nicole
Ef þig langar að skoða eitthvað aðeins öðruvísi en hefðbundin tískublogg þá er þetta bloggið fyrir þig. Systurnar Rachel og Nicole búa í New York og halda úti þessu bráðskemmtilega bloggi þar sem þær deila stílnum sínum og DIY kennsluefni með lesendum.
Sjá einnig: Hún elskar Instagram – 4 heitustu tísku Instagram í bransanum í dag
Dear Milano
Hin stórskemmtilega og litríka Andrea Maria býr í New York. Meðal blaða sem hafa veitt henni athygli eru Elle Mexico, Grazia, InStyle Mexico og Fashion TV.
Sjá einnig: Tískubloggarar í yfirstærð sem eru slá í gegn
Egg Canvas
Erica Choi heldur úti tísku- og lífsstílsblogginu Egg Canvas. Samhliða því starfar hún sem listrænn stjórnandi (digital art) fyrir Barneys í New York. Fjallað hefur verið um hana og stílinn hennar í tímaritum á borð við Lucky, Business Insider og Allure Korea.
Lestu greinina í heild sinni hérna.
Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.