Þær eru undursamlega sætar, litlu stúlkurnar sem ljósmyndarinn Jamie Moors myndaði í sporum brautryðjenda fyrri tíma en það er ekki allt; portrettserían sem hér fer að neðan segir magnaða sögu kvenna sem hafa markað spor sín á síður mannkynssögunnar.
Serían, sem ber heitið Because of Them We Can segir í örfáum orðum frá baráttu kvenna við kerfi sem var þeim óhliðhollt, sáu lengra fram á veginn en samferðarfólk þeirra gerði og brutu blað í réttindasögu kvenna víðsvegar um heim.
Myndirnar eru hrífandi og þjóna um leið áhrifaríkum tilgangi, voru teknar í tilefni af Women´s History Month í Bandaríkjunum og gera okkur kleift að líta yfir farinn veg; sjá hverju í raun konur fyrri kynslóða hafa áorkað með hugrekkið eitt að leiðarljósi. Án baráttu þessa kvenna hefði heimssagan eflaust farið á verri veg, en barnungar fyrirsæturnar minna um leið á að hver einasta kona býr yfir þrótti til afreka, hver á sinn einstaka hátt.
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.