Við höfum öll lent í þessu einhvern tímann; að pósa duglega fyrir sjálfsmynd og …. svo smellur slysið á. Einhver missir símann í miðri sjálfsmynd, annar hrynur niður tröppurnar heima og svo eru það þeir sem detta á götu úti í miðri sjálfsmyndatöku. Ganga jafnvel á staur.
Það er ekki hættulaust að iðka sjálfsmyndatöku og það er að sama skapi ótrúlegt hversu langt fólk er reiðubúið að ganga fyrir örfá „læk” á Instagram og Facebook. Ekki alls fyrir löngu tókum við fyrir leyndarmála-appið Whisper en stjórnendur þess lögðu þá spurningu fyrir notendur hvað væri það vandræðalegasta sem gerst í miðri sjálfsmyndatöku:
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.