Það nánast heyrir til tíðinda ef hjónabönd í Hollywood endast ævina á enda. Margar stjörnur hafa gengið í hjónaband oftar en einu sinni. Og oftar en tvisvar. Jafnvel oftar en þrisvar. Svo eru menn eins og spjallþáttakóngurinn Larry King, en hann á átta hjónabönd að baki.
Sjá einnig: Barnastjörnur sem hafa aldeilis blómstrað
Larry King, sem hefur eins og áður sagði, gengið í það heilaga átta sinnum.
Elizabeth heitin Taylor gefur Larry ekkert eftir. En hún átti einnig átta hjónabönd að baki.
Billy Bob Thornton hefur verið giftur sex sinnum. Angelina Jolie er til dæmis ein af fyrrverandi eiginkonum hans.
Leikstjórinn Martin Scorsese hefur verið giftur fimm sinnum.
Rosanna Arquette á fjögur hjónabönd að baki.
Sjarmörinn William Shatner hefur átt fjórar eiginkonur.
Pamela Anderson hefur verið gift fjórum sinnum. Að vísu giftist hún Rick Salomon tvisvar. Og er að skilja við hann í annað skipti þessa dagana.
Leikkonan Geena Davis hefur gengið fjórum sinnum í hjónaband.
Kim Kardashian hefur verið gift þrisvar sinnum, hún giftist fyrsta eiginmanni sínum aðeins 19 ára gömul.
Jennifer Lopez á þrjá fyrrverandi eiginmenn.
Tom Cruise á þrjú hjónabönd að baki.
Leikkonurnar Drew Barrymore og Halle Berry eru jafnokar Tom Cruise – þrjú hjónabönd á haus.
Kate Winslet og Demi Moore hafa einnig verið giftar þrisvar sinnum.
Sjá einnig: 12 stjörnur sem hafa gefið skít í Kardashian-fjölskylduna