Mæðradagurinn fór varla framhjá neinum nú um helgina. En þó stóri dagurinn sé liðinn og komi ekki fyrr en að ári liðnu breytist eitt aldrei – og það er ást mæðra á börnum sínum.
Mæður eru yndislegar. Þær elska skilyrðislaust og þær mæður sem eru bestu vinir barna sinna eru ein mesta blessun lífsins. Varla er hægt að hugsa sér neitt yndislegra en að hafa móður sína og besta vin við hlið sér á stóra daginn – en hér má sjá nokkrar gullfallegar svipmyndir af mæðrum með börnum sínum á sjálfan brúðkaupsdaginn. Fallegra verður það vart.
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.