Kötturinn Baby er ekkert lamb að leika sér við. Hann er 16 ára gamall og er þekktur fyrir að verja sinn heimavöll, en nú um daginn var kona á gangi með Pitbull hunda sína þegar þau komu heldur mikið inn á garð kattarins Baby.
Sjá einnig: Spenntasti köttur í heimi?
Eigandi kattarins hafði varað fólk við að koma nálægt garðinum vegna kattarins og í þessu tilfelli kallaði eigandi Baby til fólksins að koma ekki með hundana sína nálægt, en það var um seinan. Því Baby var byrjaður að láta til skarar skríða og sást til hans fljúgangi í loftinu, með allar klærnar út spenntar og byrjaði kattarkvikindið að ráðast á hundana og eigenda þeirra. Hundarnir, sem voru 7 talsins, áttu ekki von á því að svo bandóður köttur færi að reyna að klóra úr þeim augun og sátu þeir eftir í valnum alblóðugir í andliti.
Eigandi hundanna reyndi að brjóta upp slagsmálin en það varð einungis til þess að kötturinn klóraði hana alla, svo hún þurfti að gista á sjúkrahúsi yfir nóttina. Eigendur kattarins ákváðu þó að greiða fyrir sjúkrahúsdvöl hundaeigendans og allan kostnað hjá dýralækninum.
Sjá einnig: Köttur bjargaði lífi kornabarns
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.