Á seinasta ári tóku þær sig saman, ljósmyndarinn Liora K. og vinkona hennar Jes Baker og ákváðu að fara að mynda konur af öllum stærðum, kynþáttum og með allskonar vöxt. Allar þessar konur eru með fallega líkama og eru með líkama eins og þá sem við sjáum í sundi eða á ströndinni en þú myndir aldrei sjá svona líkama í auglýsingum.
„Það, að sýna okkur það sem er „fullkomið“ gerir okkur ekkert gott og lætur bara fólki (ekki bara konur) lifa í stanslausum vonbrigðum um eigin líkama og árangur í líkamsræktinni.
Á þessu ári endurtóku þær myndatökuna með 96 konum. „Vegna þess sem við sjáum (eða sjáum EKKI öllu heldur) förum við að trúa að við séum þær einu sem erum með slitför á líkamanum, ójöfn brjóst, ör á fótleggjunum, ólíkar geirvörtur og fleira. Sjaldnast sjáum við hvað það er sem gerir líkama og stórkostlegan,“ segir Jes.