16 kynlífstengd atriði sem eru ekki mjög sexý

Kynlíf er eitthvað sem allflestir hafa gaman að og njóta einna mest af öllu öðru í lífinu. EN það eru samt fullt af hlutum við kynlíf sem eru svo langt frá því að vera sexý.

1. Morgunandfýlan

Kynlíf að morgni er æðislegt! Andfýla að morgni er hinsvegar hræðileg! Skjóstu og burstaðu tennurnar áður en þið farið að láta vel hvort að öðru.

 2. Blauti staðurinn

Þú veist nákvæmlega hvað er átt við hérna! Nákvæmlega!

3. Krampi í fót

Þetta var eiginlega bara tímaspursmál hvenær þetta myndi gerast, það getur enginn verið svona með fæturnar lengi. Þetta endar alltaf í krampa.

4. Að þurfa að pissa

Þú hefðir kannski átt að gera þetta fyrir kynlífið. Kannski var kynlífið óvænt svo þú þarft að fara á klósettið núna!

5. Skrýtna lyktin

Líkamsvessar og sviti geta gert mjög einkennilega lykt.

ew gif

6. „Ég er að koma! Ég er að koma!“

Já ég skil, en þú ert búin að segja þetta í næstum 25 mínútur. Komdu bara og hættu að tilkynna það.

7. Prump

Já það gerist hjá flestum. Ef þú stundar endaþarmsmök eykur það líkurnar á því að þetta gerist til muna.

8. Blóðug rúmföt

Þú hélst að þú værir búin á túr en ert það ekki og nú eru brúnar rákir í rúmfötunum sem líta út fyrir að vera eitthvað allt annað en blóð.

9. Fullnægingarsvipurinn

Er einhver með fallegan svip í miðri fullnægingu? Það er spurning.

10. Kvartanir frá þeim sem leigir með þér eða nágranna

Þið eruð að eiga frábæra stund saman upp í rúmi og þá er bankað á ykkur sem merki um að til ykkar hafi heyrst. Þú getur meira að segja fengið sms frá þeim sem er að leigja með þér. Hryllilegt!

mood killl

11. 69

Já tilhugsunin er góð en þegar það kemur að þessu getur margt verið að klikka. Konan getur átt erfitt með að anda (ef hann er ofan á) og ef það er mikill hæðarmunur á ykkur er þetta enn verra.

12. „Hvað er þetta?“

Í alvörunni! Hvað er þetta?

13. Hann nær honum ekki upp

Það er allt í lagi. Þetta kemur fyrir hjá öllum, a.m.k. einu sinni í lífinu. Ég sver. Allavega hefur maður oft séð þetta gerast í myndum.

14. Þurrkur

Fyrir konur er þetta það sama og þegar karlar ná honum ekki upp. Það hvað við blotnum mikið gefur oft vísbendingu um það hversu miklu stuði konan er í. En það geta verið aðrar ástæður fyrir þurrkinum, t.d. þynnka og ölvun.

15. Túrnærbuxur

Það er mjög óheppilegt að vera í sínum ljótustu nærbuxum akkúrat þegar þú verður það heppin að fá óvænt kynlíf. Þessar nærbuxur eru oftast teknar frá fyrir blæðingar og eru þá mikið notaðar.

16. Dónatal

Það er staður og stund fyrir allt en dónatal getur orðið skelfilega hallærislegt ef það klúðrast.

fail

Heimildir: YourTango

SHARE