Jú þetta sjálfspróf er vissulega á ensku en ótrúlega skemmtilegt samt sem áður og alveg fáránlega nákvæmt. Ég tók þetta próf og ég get sagt ykkur að niðurstöðurnar voru ekkert smá ítarlegar og átti flest alveg við um mig.
Ég var persónuleikinn Advocate og flest allt sem ég las um hann passaði við mig.
Þið getið smellt hér til að taka prófið og það væri gaman ef þið settuð hér fyrir neðan hvaða persónuleika þið eruð með.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.