17 atriði sem er gott að vita ef þú heldur að þú þjáist af mígreni

Ef þú þjáist af reglulegum og endurteknum hausverkjaköstum getur það verið mígreni. Hér eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga.

Geisp

Þetta geisp er ólíkt geispinu sem kemur þegar maður er þreyttur og getur bent til þess að þú sért að fá mígreniskast. Í rannsókn frá árinu 2006 kom í ljós að 36% af þeim, sem þjást af mígreni, sögðust taka eftir því að geisp var eitt af fyrstu merkjum þess að viðkomandi var að fá mígreniskast.

Dofi eða náladofi

Sumir sem eru með mígreni fá oft einhverskonar náladofa í helming líkamans og byrjar það þá í fingurgómum og fer upp handlegginn og upp í andlit.

Svimi og ógleði

Í annarri rannsókn sem 3700 manns með mígreni tóku þátt í upplifðu 73% svima fyrir mígreni og 29% eiga það til að kasta upp.

Ljós, hávaði eða lyktir auka verkinn

Margir mígrenissjúklingar sækjast eftir því að vera á myrkum hljóðlausum stað. Skær ljós og hávaði getur komið mígreninu af stað og aukið sársaukann til muna. Það sama gildir um ákveðnar lyktir eins og til að mynda ilmvatnslyktir eða sterk matarlykt, en þær geta haft sömu áhrif.

Hreyfing getur gert illt verra

Venjuleg hreyfing eins og bara ganga og að ganga upp stiga getur gert mígrenið miklu verra. Sum mígreni byrja við æfingar eða áreynslu og er til mígreni sem er kallað áreynslumígreni.

Erfitt að tala

Finnst þér erfitt að tala? Það getur verið eitt af merkjum þess að þú sért að fá mígreni. Mörgu fólki finnst eins og það sé þvoglumælt þegar það er að fá kastið. Þetta getur hinsvegar bent til alvarlegri veikinda svo að þetta er eitthvað sem ætti að láta skoða hjá lækni.

Eymsli í helmingi líkamans

Eins og áður segir getur helmingur líkamans orðið dofinn en þar að auki geta komið fram eymsli í vöðvum í þeim hluta líkamans.

Svimi og sjóntruflanir

Ein tegund mígrenis getur valdið svima, sjóntruflunum og tímabundinni blindu. Margir finna líka fyrir því að jafnvægisskynið verður lélegt.

Timburmenn eftir kastið

Í nýlegri rannsókn kom fram að eftir að mígrenið er yfirstaðið geta sjúklingar fundið fyrir erfiðleikum með einbeitingu, máttleysi, svima og orkuleysi og margir hafa líkt líðaninni við timburmenn.

Títt þvaglát

Ef þú ert farin að þurfa oft að pissa getur það þýtt að þú sért að fá mígreniskast og getur komið 1 klukkustund fyrir kastið eða jafnvel 2 dögum fyrir það.

Stífur háls

Það getur þýtt að þú sért að fá mígreniskast ef þér finnst þú allt í einu stífna í hálsinum. Margir mígrenissjúklingar segjast stífna upp og fá oft verk í neðst í hálsinn aftan á. Í könnun frá National Headache Foundation sögðust 38%  þátttakenda ALLTAF finna fyrir stífleika í hálsinum og 31% þátttakenda fá MJÖG OFT verk í hálsinn í tengslum við mígrenið.

Verkur í augum

Mígrenissjúklingar fá oft verki á bakvið augun og halda oft að þeir þurfi að fara til augnlæknis til þess að láta kíkja á þetta. Í flestum tilfellum er þetta bara vegna mígrenisins.

Verkur á annarri hlið höfuðsins eða báðum

Höfuðverkurinn er mjög oft öðrum megin í höfðinu en margir finna fyrir verknum báðum megin og er hann oft eins og hamarshögg og sveiflast frá því að vera slæmur í að vera hræðilegur, nánast eins og hjartsláttur manneskjunnar. Í könnun sem gerð var á netinu af National Headache Foundation kom í ljós að 50% af sjúklingum finna ALLTAF  fyrir svona verkjum, bara öðru megin í höfðinu en 34% sögðust OFTAST fá svona verki.

Óstjórnleg löngun í eitthvað matarkyns

Margir fá óstjórnlega löngun í ákveðnar matartegundir þegar mígrenið er að byrja og mjög algengt er að fá löngun í súkkulaði.

Stíflað nef og tárvot augu

Sumir sem eru með mígreni eru með einkenni af bólgum í ennis- og kinnholum og fá gjarnan stíflað nef, nefrennsli og tárvot augu. Í einni stórri rannsókn sem GlaxoSmithKline gerði, kom í ljós að þeir sem fengu oft hausverki vegna bólgna í ennis- og kinnholum voru í 90% tilfella með mígreni.

Lítill svefn 

Það að vakna þreyttur og að eiga erfitt með að sofna er mjög algengt hjá þeim sem þjást af mígreni. Það hefur verið sýnt fram á að svefnleysi og truflaður svefn hefur áhrif á fjölda mígreniskasta og einnig hversu slæm köstin eru.

Þunglyndi, pirringur og spenna

Skapsveiflur geta verið merki um mígreni. Sumir sjúklingarnir verða mjög þungir og leiðir allt í einu af engri augljósri ástæðu. Aðrir geta verið mjög hátt upp.

 

Heimildir: Health.com

 

SHARE