7 dagar til jóla og allt að gerast. Við ætlum að gefa snyrtivörur í dag frá Lily Lolo.
Lily Lolo er breskt vörumerki sem framleiðir hágæða og vandaðar steinefna snyrtivörur sem hjálpa þér að öðlast náttúrulegan ljóma.
Það sem vinningshafinn fær í dag er:
BB krem litur að eigin vali – Mjög ljóst, Ljóst, Miðlungs. Silíkonlausa BB kremið er fullt af nærandi og yngjandi innihaldsefnum og steinefna lit sem hjálpa til við að fela ójöfnur og jafna húðlit. Það gefur húðinni ljóma og er fullkomið til að nota eitt og sér fyrir létta þekju eða sem grunn undir steinefnafarða. Kremið inniheldur efni sem tóna og styrkja húðina, sodium hyaluronate, lífræna aloe og jojoba olíu sem gefur raka og létta hulu. Það inniheldur bakteríudrepandi efni og er „vegan friendly“.
Náttúrulegur maskari sem mótar, lengir, þykkir og skapar þannig hið fullkomna útlit. Hann þornar fljótt eftir að hann er borinn á augnhárin og hentar viðkvæmum augum. Maskarinn er ilmefna, silicon og alkóhóll frír og vegan friendly.
Varalitur Scarlet Red – hindberjarauður og fullkominn fyrir jólin. Mjúku náttúrulegu varalitirnir eru ekki bara fallegir á litinn heldur eru þeir fullir af næringarefnum fyrir varirnar. Hver litur gefur náttúrulegan ljóma og verndar varirnar með E vítamíni, rósmarín þykkni, vaxi og jojoba olíu. Áferðin er mjúk og jöfn og varalitirnir eru ilmefnalausir.
Lily Lolo er margverðlaunað breskt vörumerki sem framleiðir hágæða og vandaðar náttúrulegar steinefna förðunarvörur. Vörurnar eru paraben og ilmefnalausar og samþykktar af BUAV sem þýðir að þær eru ekki prófaðar á dýrum. Vörurnar henta öllum, sama hvort að húðin er feit eða þurr eða einhverstaðar þar á milli, þær hjálpa til við að veita létta og fullkomna áferð án þess að stífla húðina. Vörurnar fást á www.lilylolo.is
Ef þú vilt eignast þessar æðisgengnu vörur þarftu bara að setja „Lily Lolo“ í athugasemdir hér fyrir neðan. Við drögum út í fyrramálið.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.