Ég elska góð salöt og finnst ómissandi að hafa gott salat sem meðlæti.
Ég fékk þetta stórkostlega salat hjá mágkonu minni og ég má til með að deila þessari dásemd með ykkur. Mjög einfalt en alveg hrikalega gott.
Sparisalat;
Jarðaber
Vínber
Mangó
Ananas
Tómatar
Rauð paprika
Gul melóna
Cantalópa
Salat blanda (hægt að kaupa tilbúna)
Magnið fer eftir því hversu mikið salat á að gera.
Allt skorið í bita og blandað saman.
Sjá meira: Ljúfengur lambapottréttur
Kristín fæddist á nunnuspítala og var skírð á flugvelli í henni Ameríku.
Hún er gift og á þrjú börn og eitt barnabarn. Hún hefur að mestum hlut unnið við að efla fólk og hefur menntað sig á því sviði. Ásamt því að skrifa á hun.is vinnur hún sjálfstætt sem meðferðaraðili.
Elskar að lesa, skrifa og mála en útivist og andleg málefni heilla hana.
Hún skrifar út frá eigin reynslu, faglegu nótunum og kaldhæðnislega um upplifun sína af breytingarskeiði miðaldra kvenna. Með hækkandi aldri hefur hún lært að létta sér lífið sem húsmóðir og gera mat á einfaldan hátt en alveg afbragðsgóðan svo frá henni má sjá uppskriftir að ýmsu góðgæti.
Hennar mottó er jákvæðni út í kosmósið því hún hefur lært af lífinu að jákvæðni kemur manni ansi langt!