18 ára drengur fangelsaður vegna Facebook færslu!

Unglingur frá smábæ rétt fyrir utan Boston hefur verið lokaður inni í fangelsi vikum saman án þess að dæmt sé í máli hans. Yfir 60 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun um að hann verði leystur úr haldi. 

Cameron D’Ambrosio er 18 ára gamall og þegar fólk er búið að lesa frásöguna er líklegt að það hugsi sig um hvað það setur á Fésbókina hjá sér.

Hann hefur setið inni vikum saman og fæst ekki látinn laus gegn tryggingu sem þó er oft gert. Sakargiftir eru eitthvað sem hann setti á Fésbók.

 

  1. Maí s.l. skrópaði Cam (eins og hann er kallaður) úr skólanum og  var bara heima að vafra á netinu. Hann setti saman kvæði þar sem minnst var á Maraþon sprenginguna í Boston  og sagði að Hvíta húsið væri „Hryllingshús alríkisins“. Skömmu síðar var komið heim til hans, hann tekinn höndum og sakaður um að dreifa hótunum um hryðjuverk. Það er glæpur sem fólk fær 20 ára fangelsisvist fyrir að fremja.

Í skrifum Cams var engum ógnað, hvorki einni ákveðinni persónu né hópum fólks. Við húsleit fannst ekkert sem benti til nokkurs ofbeldis eða ódæðisverka, ekkert sprengiefni og engin vopn  en dómarinn ákvað samt að hann skyldi sitja inn næstu 3 mánuði og fengi sig ekki lausan gegn tryggingu. Að þessum tíma liðnum yrði fyrst réttað í máli hans.

 

Allt bendir til að þessi ungi maður sé fyrst og síðast rappari,  hrifinn af Eminem og sé einfaldlega mikilvirkur rapparai. Hópar fólks í Bandaríkjunum eru að vinna í að fá þessu athæfi dómarans hnekkt og vísa til þess að  málfrelsi fólks sé varið í 1.gr. stjórnarskrárinnar.  

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here