Það er fátt jólalegra en nýfallinn snjórinn, piparkökur, jólaöl og jólalög. Það er ótrúlegt hvað bara það, að hlusta á sín uppáhaldsjólalög getur komið manni í mikið jólaskap.
Í dag ætlum við að gefa Sony heyrnartól frá Macland. Þetta eru einföld lokuð heyrnatól sem liggja þægilega á höfðinu og halda umhverfishljóði í skefjum. Hausarnir snúast svo að heyrnatólin liggja flöt í geymslu. Þau eru flott og stílhrein og alveg kjörin til að hlusta á jólatónlistina og njóta!
Macland var stofnað árið 2009 í heimahúsi og var upphaflega hugsað sem ódýr og hröð viðgerðarþjónusta fyrir Apple notendur. Í dag er Macland komið með glæsilegar verslanir og þjónustuverkstæði á Laugavegi 23 og Helluhrauni 18 þar sem þeir þjónusta allar Apple vörur. Þeir eru eina Applebúðin í miðbænum og Hafnarfirði og taka alltaf brosandi á móti þér.
Til þess að komast í pottinn og eiga von á að fá þessi flottu heyrnartól þarftu bara að setja í athugasemdir hér fyrir neðan: „Já takk“. Við drögum út á morgun.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.