Það er ofsalega góð gjöf að gefa einhverjum eitthvað sem er heilsueflandi, lífsbætandi og afslappandi. Það þekkjum við, úr nútímasamfélagi, að stundum er gott að kúpla sig út, ekki síst fyrir hátíðarnar. Það er þess vegna sem við ætlum að gefa einum heppnum lesanda nótt á hóteli, úti á landi, nánar tiltekið á Hótel Djúpavík á Ströndum.
Djúpavík er í 4 tíma akstursfjarlægð frá höfuðborginni en er hverrar mínútu virði. Seinustu 44 km ekurðu gamla góða malarveginn og þegar þú kemur út úr bílnum muntu anda að þér kyrrðinni og byrja að njóta. Þú heyrir í öldunum, fossinum, fuglunum og einstaka tófugagg. Ekkert betra!
Ef þig langar að upplifa þessa sælu, þarftu bara að merkja þann aðila/þá aðila sem þú vilt bjóða með hér fyrir neðan og líka við Hótel Djúpavík á Facebook. Dregin verður vinningshafi sem „tikkar í bæði þessi box“.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.