2 drengir nauðguðu 16 ára stúlku sem var ofurölvi – “Léku sér að henni eins og hún væri leikfang”

Rétttarhöld í nauðgunarmáli í Steubenville. Nauðgararnir léku sér að stúlkunni eins og hún væri leikfang.

Malik Richmond, 16 ára og Trenton Mays, 17 ára eru ákærðir fyrir að hafa nauðgað 16 ára stúlku sem var ofurölvi. Þeir tóku það upp á myndband sem birt var á Youtube.

Árásin tekin upp á síma

Tveir menntaskólapiltar í Ohio, báðir íþróttakappar eru ákærðir fyrir að hafa nauðgað 16 ára stúlku sem var ofurölvi. Lögreglan rannsakar nú málið og hefur skoðað mörg þúsund textaskilaboð, myndir og myndbönd á 17 farsímum sem teknir voru af skólafélögum þeirra vegna rannsóknarinnar.

Eigendum símanna hafði þó tekist áður en lögreglan náði símunum  að eyða mörgum myndum sem skiptu máli vegna rannsóknarinnar.

Það voru ótrúlega miklar upplýsingar á farsímum unglinganna og er það til marks um hvað símar eru orðnir snar þáttur í lífi unglinga og geta þeir auðveldað eða torveldað rannsóknir í glæpamálum.

Stúlkan var nánast rænulaus

Ma’lik Richmond og Trenton Mays eru ákærðir fyrir að hafa nauðgað stúlkunni sem var svo drukkin að hún hafði ekkert um kynmök að segja.

Saksóknari segir að piltarnir hafi farið með stúlkuna eins og leikfang þegar þeir réðust á hana eftir að hafa farið úr einu drykkjuteitinu í annað.

Mikið af athöfninni sást á myndböndum sem voru sett á netið. Miklu af þessu efni var svo eytt þegar búið var að kæra piltana.

Trenton Mays er líka ákærður fyrir að hafa tekið nektarmynd af barni. Báðir neita ákærðir sök.  Hér fyrir neðan getum við séð skilaboð milli fórnarlambsins og ákærða, daginn eftir atvikið.

Réttarhöld hefjast á miðvikudag.

Réttarhöldin sem verða í unglingadómstólnum í Jefferson sýslu hefjast á miðvikudag. Dómari hefur ekki kallað til kviðdóm og er mikil spenna vegna réttarhaldanna.

Stórir hópar fólks sem ýmist styðja ákærða eða fórnarlambið hafa stillt sér upp fyrir utan dómshúsið þó að þar sé nístandi kuldi.

Ef ákærðu verða sakfelldir geta þeir verið dæmdir til vistar í unglingafangelsi þar til þeir verða 21 árs.

Hvöttu fólk til að míga á stúlkuna

Patrick Pizzoferrato,17 ára vinur ákærðra bar í vitnastúku að þegar hann sá stúlkuna sitja ofurölvi úti þar sem teiti var inni hafi ákærðu boðið hverjum sem var 3 dollara fyrir að míga á hana – og hlóu við.

Það þáði nú enginn boðið, sagði hann. „Hún  húkti þarna á götunni, komin úr blússunni, útötuð í eigin spýju og var eitthvað að tauta“.

Þegar þessi drykkjuteiti stóðu sem hæst í ágúst s.l. voru piltarnir báðir í hinu fræga fótboltaliði Steubenville skólans.  Í bænum búa tæplega 19,000 manns en þegar heimaleikur er koma um 10,000 áhorfendur á þá.

Athugasemdir hafa komið fram um það að ekki hafi fleiri vitni verið kölluð til þar sem fjöldinn allur af símum með myndum, texta og myndböndum var tekinn til rannsóknar á því sem gerðist þarna um kvöldið. Yfirvöld í Steubenville hafa beðið fólk um að sýna þolinmæði þar til réttarhöldunum lýkur. Málið mun ekki snúast aðallega um það hvort stúlkan hafi verið ófær um að gefa samþykki vegna drykkjunnar heldur um það hvort piltarnir hafi gert sér grein fyrir að stúlkan var alveg dómgreindarlaus vegna þess hvað hún var drukkin.

Stúlkan var svo illa á sig komin að hún fékk engum vörnum viðkomið, segir saksóknari.

Drengirnir segja að þetta hafi bara verið grín sem allir tóku þátt í

Ákæruvaldið sýndi stækkaða mynd sem var tekin af einum símanna þar sem ákærðu dröslast um með stúlkuna, annar heldur í hendur og hinn um fætur og hangir höfuðið niður.  Þeir segja að þetta hafi nú bara verið grín sem allir tóku þátt í.

Elayna Andres, nemandi í menntaskólanum í  Steubenville og eitt af vitnum saksóknara segir að hún hafi verið þarna þegar stúlkunni var dröslað þarna um og hún hafi verið með meðvitund en ekki getað haldið höfði.

Gestadómari var kvaddur til frá öðru svæði til að dæma í málinu og er búist við að hann kveði upp dóm í dag.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here